Skíðaflug í febrúar á 2.500 krónur

Frá Basel er leiðin upp í góð svissnesk skíðasvæði ekki ýkja löng og þangað er hægt að komast fyrir sáralítið fé. Heimferðin verður þó dýrari.

skidi sviss t
Mynd: Ferðamálaráð Sviss

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur flug milli Íslands og Basel í Sviss á ný í byrjun febrúar og fljúga þotur félagsins þessa leið tvisvar í viku. Fyrsta ferð vetrarins er þann 6. febrúar og núna kostar farmiðinn í þá brottför rétt um 2.500 krónur. Næstu ferðir eru mun dýrari og reyndar mun það kosta á bilinu 16 til 25 þúsund krónur að fljúga heim frá Basel. Engu að síður yrði flugið báðar leiðir nokkru ódýrara en gerist og gengur þegar svona stutt er í brottför. Sem fyrr þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur og skíði ef ferðast er með easyJet.

En það er ekki nauðsyn að fljúga sömu leið tilbaka. Nú býður Icelandair til að mynda upp á flug allan veturinn frá Zurich og þar með er hægt að flúga heim þaðan. Almenningssamgöngur innan Sviss eru líka feikigóðar og lítið mál að komast sér milli flugvalla og skíðasvæða.

Stór skíðasvæði í ca. 2 tíma akstursfjarlægð frá Basel

1. Engelberg
2. Grindelwald
3. Adelboden
4. Chateau d’Oex
5. Andermatt