Verðum að fara dýpra og lengra

Forstjóri WOW air segir flugfélagið verða að horfa til annarra áfangastaða vestanhafs en þeirra augljósu.

wow skuli airbus
Skúli Mogensen. Mynd: WOW air

„Núna erum við að sjá mikla aukningu í beinu flugi yfir hafið og hlutverk Íslands sem millilendingarstaðs er ekki jafn augljóst eins og var,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi, WOW air, á Morgunvakt Rásar 1, aðspurður um ástæður þess að flugfélagið hefur nú flug til bandarísku borganna St. Louis, Cincinnati og Cleveland.  En íbúar þessara borga hafa hingað til ekki getað flogið beint til Evrópu. Vill Skúli meina að fljótt verði loftbrú á milli stærstu borganna á austurströnd N-Ameríku og Parísar, Amsterdam og London og að WOW air muni finni fyrir því eins og aðrir. „Hvernig eigum við að bregðast við því? Þá þurfum við að fara aðeins dýpra og lengra. Við þurfum að finna nýjar borgir sem eru þá ekki augljósir staðir fyrir beint flug.“

Hér má hlusta á viðtal Morgunvaktarinnar við Skúla.