Samfélagsmiðlar

Bjarnheiður býður sig fram til formanns SAF

Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar velur sér nýjan formann í næsta mánuði og nú eru tveir frambjóðendur komnir fram.

Bjarnheiður Hallsdóttir

Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI, ætlar að sækjast eftir formannsembættinu í Samtökum ferðaþjónustunnar. En Grímur Sæmundsen sem verið hefur forsvari fyrir samtökin síðustu fjögur ár ætlar að láta staðar numið á aðalfundi þeirra sem fer fram eftir rúmar þrjár vikur.

Bjarnheiður segir ástæðuna fyrir framboðinu sínu vera fyrst og fremst þá að hún hafi rekið ferðaþjónustufyrirtæki í rúm 20 ár og að ferðaþjónusta hafi verið hennar aðalstarf og jafnframt hennar helsta áhugamál. „Ég hef fengið tækifæri til að koma að greininni frá mörgum hliðum, meðal annars við stefnumótunarvinnu fyrir landshluta og sveitarfélög, starfa í ýmsum ráðum og nefndum auk kennslu, bæði við Ferðamálaskólann í Kópavogi og við Háskóla Íslands. Ég ber hag þessarar atvinnugreinar mjög fyrir brjósti og langar til að leggja mitt af mörkum á afgerandi hátt á þessum vettvangi atvinnurekenda. Til þess að tryggja veg hennar og vanda í framtíðinni,” segir Bjarnheiður.

Að mati Bjarnheiðar stendur ferðaþjónustan frammi fyrir mörgum stórum úrlausnarefnum um þessar mundir og því mikilvægt að framsýni og  fagmennska séu viðhafðar bæði hjá fyrirtækjum og ríkisvaldinu við allar ákvarðanir.

Aðpurð um stöðu SAF í dag og framtíðarýn hennar fyrir samtökin þá segir Bjarnheiður að forysta SAF hafi undanfarin ár gert margt mjög gott og eftirtektarverkt. „Ég myndi þó vilja efla innra starf samtakanna enn meira, meðal annars með því að gefa fagnefndum miklu meira vægi og auka samstarfið á milli nefndanna og stjórnarinnar. Einnig myndi ég vilja að SAF tæki sér meira pláss og taki oftar frumkvæði í umræðunni um ferðaþjónustu á landinu sem því miður á það til að vera neikvæðum nótum. Það er lífsnauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að hún sé í sátt við íbúa og þeir séu sér meðvitaðir um hagrænt gildi hennar. SAF þarf að standa vörð um að rekstarumhverfi greinarinnar sé gott og samkeppnishæft  og ætti að efla samstarf og samræðu við stjórnvöld enn frekar en nú er gert. Bæði hvað varðar rekstarskilyrði fyrirtækjanna sem og mörg önnur mál eins og t.d. skipulagsmál og umhverfismál.”

Þórir Garðarsson, núverandi varaformaður, hefur áður tilkynnt að hann óski einnig eftir formannssætinu. Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund SAF sem fer fram þann 21. mars.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …