Samfélagsmiðlar

Draga sig út af breska markaðnum og hætta Keflavíkurflugi frá Akureyri

Stjórnendur Air Iceland Connect bregðast við minni eftirspurn með breytingum á leiðakerfi félagsins.

flugvel innanlands isavia

Air Iceland Connect hættir flugi frá Keflavíkurflugvelli í maí.

Fyrir tveimur árum síðan fór Air Iceland Connect, þá Flugfélag Íslands, jómfrúarferð sína til Aberdeen í Skotlandi. Markmiðið var ekki aðeins að efla flugsamgöngur milli Íslands og Aberdeen heldur líka að auka valkosti þeirra sem voru á leið milli Norður-Ameríku og skosku olíuborgarinnar og var nýja flugleiðin því kynnt í samstarfi við systurfélagið Icelandair. George Best flugvöllur í Belfast bættist svo við leiðakerfi Air Iceland Connect í fyrra en frá og með miðjum maí verða flugleiðirnar til Belfast og Aberdeen lagðar niður. Í samtali við Túrista segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að breski markaðurinn sé erfiður því eftirspurn eftir Íslandsflugi þaðan hafi verið að minnka á sama tíma og framboðið hafi aukist. Árni bendir jafnframt á að Brexit hafi haft neikvæð áhrif á þróun mála en niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni lág fyrir stuttu eftir að flugfélagið hóf flug til Bretlands. Air Iceland Connect er ekki fyrst til að leggja niður breska flugleið frá Keflavíkurflugvelli síðan Brexit kom upp því WOW air hætti flugi til Bristol í fyrra og Icelandair ætlar ekki að halda áætlunarflugi sínu til Birmingham áfram.

Á sama tíma og Air Iceland Connect leggur niður Bretlandsflug sitt frá Keflavíkurflugvelli þá hættir félagið jafnframt að bjóða upp á beint flug þaðan til Akureyrar í tengslum við millilandaflug. Þar með lokar eina innanlandsflugleiðin frá Keflvíkurflugvelli en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá er leit að alþjóðaflugvelli eins og Keflavíkurflugvelli sem hefur ekkert innanlandsflug á boðstólum. Árni segir ástæðuna fyrir endalokum Akureyrarflugsins, frá Keflavík, vera of litla eftirspurn og lága sætanýtingu enda hafi ekki tekist að ná nógu vel til erlendra ferðamanna. Heimamenn hafi því verið í meirihluta í fluginu en þeir séu einfaldlega ekki nógu margir til að halda úti jafn tíðum ferðum og nauðsynlegar eru í svona áætlun.

Air Iceland Connect hefur einnig gert breytingar á Grænlandsflugi sínum í kjölfar þess að félagið hættir að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Því verður ekki flogið til Kangerlussuaq í sumar og ferðirnar til Narsarsuaq færast til Reykjavíkurflugvallar. Með þessum tilfærslum segir Árni að Air Iceland Connect einbeiti sér að innanlandsflugi og ferðum til Grænlands en tekjurnar af flugleiðunum sem nú detta út eru um 7 til 8 prósent af veltu fyrirtækisins í dag.

Aðspurður um hvort félagið muni í kjölfarið fækka í flugflota sínum svarar Árni því að í dag sé Air Iceland Connect með fimm vélar í notkun og fái brátt afhenta þá sjöttu. Hann býst við að félagið selji eða reyni að leigja eina vél en hvort það verður Bombardier Q400 eða Q200 komi í ljós síðar.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …