Samfélagsmiðlar

Fara fram á að gjaldtöku verði frestað vegna óvissu

Frá og með morgundeginum hækka álögur á hópferðabíla við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök ferðaþjónustunnar fara fram á að aðgerðinni verði slegið á frest.

airportexpress

Hingað til hefur ekki verið rukkað fyrir afnot af sérstöku rútustæði við Leifsstöð en gjaldtaka var hins vegar boðuð í tengslum við útboð Isavia á aðstöðu fyrir sætaferðir frá flugstöðinni síðastliðið sumar. Í desember var gjaldskráin birt og af viðbrögðum að dæma þá var hún mun hærri en forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja höfðu búist við. Þannig mun það kosta 19.900 krónur að keyra hefðbunda rútu inn á stæðið en minna fyrir smærri hópferðabíla. Samkeppniseftirlitið er nú með þessa nýju gjaldheimtu til skoðunar eftir að stjórnendur Gray Line kærðu hana til stofnunarinnar.

Á morgun, 1. mars, hefst gjaldtaka við rútustæðið en í fyrradag tilkynnti Isavia að veittur yrði sex mánaða aðlögurnartími  og að bílastæðagjöldin yrðu lægri fram til sumarloka. Það virðist þó ekki hafa dugað til að lægja öldurnar því samkvæmt tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar þá fór fram félagafundur innan samtakanna í dag þar sem til umræðu var boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum, “ segir í tilkynningunni frá SAF.

Það segir jafnframt að SAF telji mikilvægt að allri óvissu um lögmæti umræddra gjalda, þ.m.t. álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en hún kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildisstöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir.“

Þess má geta að Isavia er eitt af aðildarfélögum Samtaka ferðaþjónustunnar.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …