Samfélagsmiðlar

Ferðafólkinu fjölgar hægar en áður

Það var viðbúið að aukningin í janúar yrði ekki álíka og á sama tíma fyrra en hún reyndist hins vegar töluvert minni en spár gerðu ráð fyrir. Pólverjar stóðu undir stærstu hluta viðbótarinnar.

wizz

Með stórauknu flugi Wizz Air hingað frá Póllandi þá hefur fjöldi pólskra flugfarþega stóraukist í Leifsstöð.

Síðustu mánuðina í fyrra hægði verulega á fjölgun ferðamanna og sú þróun hélt áfram í nýliðnum janúar. Þá fjölgaði erlendu farþegunum á Keflavíkurflugvelli um 8,5 prósent en til samanburðar var viðbótin 75 prósent í janúar í fyrra sem var reyndar óvenju mikil aukning. Samtals innrituðu tæplega 148 þúsund erlendir ferðamenn sig í flug í Leifsstöð í síðasta mánuði en þeir voru 136 þúsund í janúar í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í spá Isavia fyrir árið 2018 var gert ráð fyrir að erlendu farþegarnir yrðu rúmlega 163 þúsund í janúar eða um 15 þúsund fleiri en raunin varð.

Bretar voru fjölmennastir í ferðamannahópnum í janúar en fjöldi þeirra stóð í stað milli ára. Bandarískum túristum heldur áfram að fjölga milli tímabila og nam viðbótin um um 2.500 farþegum. Mest var aukningin hins vegar í farþegum frá Póllandi því nærri þrjú þúsund fleiri Pólverjar áttu leið um vopnaleit Keflavíkurflugvallar núna en í janúar í fyrra. Ferðamannatalningin fer fram við öryggisleitina í flugstöðinni og eru erlendir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi, taldir sem erlendir ferðamenn.

Það skýrir að hluta til þessa miklu fjölgun pólskra flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda hafa flugsamgöngur milli Íslands og Póllands eflst mjög mikið síðustu misseri og nú flýgur Wizz Air hingað frá fimm pólskum borgum. Þessar tíðu ferðir nýta sér vafalítið Pólverjar búsettir á Íslandi til að heimsækja föðurlandið og eins Pólverjar sem vilja heimsækja Ísland heim, annars vegar á eigin vegum en líka til að heimsækja landa sína sem eru búsettir hér.

 

Nýtt efni

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …