Samfélagsmiðlar

Hækka fargjaldið vegna aukins kostnaðar á Keflavíkurflugvelli

Frá og með fimmtudeginum hækkar farið með Flugrútunni í 2.950 krónur. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að rekja megi verðbreytinguna til útboðs Isavia á rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Honum þykir fyrirtækin sem sinna fólksflutningum til og frá flugstöðinni ekki sitja við sama borð.

flugrutan

Um mánaðarmótin tekur gildi nýtt fyrirkomulag í tengslum við rútuferðir frá Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu fyrir sætaferðir frá flugstöðinni. Um leið verður dýrara fyrir flugfarþega að nýta sér ferðir fyrirtækjanna tveggja sem buðu hæst í útboðinu og fá þar með einkaaðgang að rútustæðunum beint fyrir framan komusal Leifsstöðvar.

„Frá og með 1. mars fer fargjald Flugrútunnar upp í 2.950 krónur og er það vegna aukins kostnaðar við Keflavíkurflugvöll sem rekja má til útboðs Isavia,” segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. En fyrirtækið átti hæsta boðið í útboðinu og þarf hér eftir að greiða Isavia 41,2% af tekjum sínum af þeim akstrisem á upphafsstað frá Leifsstöð. Sem dæmi nefnir Björn að miðasala í rútu, sem keyri frá flugstöðinni með 50 farþega, nemi um 147 þúsund krónum og þar af fái Isavia 60 þúsund krónur.

Verðbreytingin í næstu viku er önnur hækkunin hjá Flugrútuinni síðan í haust þegar farið hækkaði um 200 krónur í 2.700 kr. Björn segir að samhliða verðhækkununum þá muni Flugrútan bjóða sérstök afsláttarfargjöld fyrir þá sem ferðast reglulega með rútunni. Einnig verður þjónustan við BSÍ efld fyrir ferðamenn sem eru á leið þaðan á gististað. Enginn á heldur að þurfa að bíða lengur en í 20 mínútur eftir því að rúturnar keyri frá Leifsstöð.

Tekjurnar af stæðunum aukast verulega

Hópbílar, sem buðu næsthæst í útboðinu, munu greiða þriðjung af sinni veltu og þar með aukast tekjur Isavia, af rútustæðunum beint fyrir fram komusalinn upp í að lágmarki nærri 290 milljónir á ári. Það eru umtalsvert hærri álögur en hafa verið hingað til. Og áhrifanna mun ekki aðeins gæta í miðaverði Flugrútunnar heldur líka hjá Hópbílum/Airport Direct en þar mun farið líka kosta 2.990 krónur og verðskrá fyrirtækisins hækkar umtalsvert um mánaðarmótin líkt og Túristi hefur áður fjallað um.

Um leið og álögur aukast á stæðunum fyrir framan komusalinn þá hefst gjaldheimta á rútustæðunum sem eru handan við skammtímabílastæði flugstöðvarinnar. Þar er stoppistöð Strætó í dag og þaðan mun Gray Line/Airport Express gera út frá og með mánaðarmótum. Afnotin af stæðinu hafa ekki kostað neitt hingað til en gjaldið verður 19.900 krónur fyrir hefðbundna hópferðabíla frá og með 1. mars og er það greitt í hvert skipti sem ekið er inn á stæðið.

Ríkið niðurgreiðir Strætó en rukkar rútufyrirtækin

Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar hafa hins vegar gefið út að Strætó muni fá frían aðgang að öðru stæði á flugvallarsvæðinu og þykir Birni það skjóta skökku við. „Á sama tíma og við þurfum að greiða ríkisfyrirtæki háar þóknanir fyrir aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli þá fær Strætó, sem er nú þegar niðurgreiddur af ríkinu, frítt stæði við flugstöðina.” Björn ítrekar að hann geri ekki athugasemdir við strætóakstur frá flugstöðinni, til dæmis fyrir starfsfólk, en segir það greinilegt að það sitji ekki allir við sama borð. Að hans mati væri réttast að Strætó yrði áfram á sama stað og í dag en myndi þá borga það sama og önnur fyrirtæki sem nýta sér þá aðstöðu.

Hin nýja gjaldtaka á þessu svokallaða safnstæða, sem hefst í næstu viku, er nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu eftir að forsvarsmenn Gray Line kærðu hana. Að mati Björns er ekki ólíklegt að Samkeppniseftirlitið muni láta málið til sín taka.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …