Flugstöðvarnar með bestu veitingastaðina

Sífellt fleiri flugfélög rukka orðið sérstaklega fyrir matinn um borð og það hefur vafalítið glætt viðskiptin á matsölustöðum flugstöðvanna. Hér er listi þar sem 15 stórir flugvellir eru dæmdir út frá úrvalinu fyrir svanga flugfarþega.

Á Schipol flugvelli í Amsterdam geta farþegar pantað sér mat að brottfararhliði. Mynd: Schiphol

Það tekur vanalega nokkurn tíma að koma sér út á flugstöð og svo tekur við innritun og vopnaleit. Þegar loksins er komið í brottfararsalinn eru garnirnar sennilega farnar að gaula í mörgum. Og þar sem flugvélamaturinn er sjaldan innifalinn í fargjaldinu þá er alveg eins gott að kaupa sér eitthvað í svanginn fyrir flugtak.

Úrvalið af góðum mat í flugstöðvum er hins vegar misgott og verðlagið ekki alltaf hagstætt en samkvæmt úttekt vefsíðunnar Reward Expert eru svangir flugfarþegar best settir á Narita flugvelli í Tókýó. Þar á eftir koma þrír asískir flugvellir og Schiphol í Amsterdam er í því fimmta. Úttektin náði aðeins til fjölförnustu flughöfnum heims en á listanum eru nokkrir flugvellir sem tengjast leiðakerfi Keflavíkurflugvallar eins og sjá má. Innan sviga eru heiti þeirra veitingastaða sem Reward Expert mælir sérstaklega með í þessum flugstöðvum sem íslenskir farþegar reglulega um.

Flugstöðvarnar með besta matarúrvalið

 1. Narita International í Tókýó
 2. Taoyuan í Tævan
 3. Hong Kong International
 4. Changi í Seoul
 5. Amsterdam Schiphol (Bowery Restaurant)
 6. London Gatwick (Comptoir Libanais í North Terminal)
 7. Kingsford – Smith í Sydney
 8. Barajas í Madríd (Vinea í terminal 4)
 9. Munchen flugvöllur (Airbrau)
 10. London Heathrow (Gordon Ramsey´s Plane Food í terminal 5)
 11. Frankfurt flugvöllur (Paulanier in the Squaire í AiRail terminal)
 12. Pierson í Toronto (Fetta)
 13. Charles De Gaulle í París (I love Paris by Guy Martin í terminal 2E)
 14. El Prat í Barcelona (Porta Gaig í terminal 1)
 15. Leonardo di Vinci-Fuimicino í Róm