Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflug frá Akureyri freistar ekki íslensku flugfélaganna

Frá og með vorinu geta Norðlendingar ekki lengur flogið beint frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og þaðan út í heim. Á sama tíma geta ferðamenn ekki farið norður strax við komuna til landsins.

flugvel innanlands isavia

Undanfarið ár hefur Air Iceland Connect boðið upp á beint flug frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en það er aðeins opið þeim sem eru á leið í eða úr millilandaflugi. Þessi flugleið verður hins vegar lögð niður í maí enda hefur eftirspurnin ekki reynst nægjanleg. Í kjölfar fréttar Túrista um málið hafði RÚV það eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að það væru vonbrigði að flugið leggðist af og að næsta skref væri er að leita annarra aðila sem eru tilbúnir í þetta verkefni.

Af svörum forsvarsmanna flugfélaganna Ernis, WOW og Norlandair að dæma þá er ekki líklegt að þeir ætli að taka við keflinu frá Air Iceland Connect. Ásgeir Örn Þorsteinsson hjá flugfélaginu Ernir segir, í svari til Túrista, að engar formlegar viðræður séu um flug milli Akureyrar og Keflavíkur og ekkert í farvatninu að gera slíkt. Málið mun ekki vera til skoðunar hjá WOW air samkvæmt Svanhvíti Friðriksdóttur og Friðrik Adólfson hjá Norlandair segir að þar á bæ sé alltaf áhugi á nýjum leiðum en flugfloti fyrirtækisins henti ekki svona flugi eins og staðan er í dag.

Það stefnir því í að eina innanlandsleiðin frá Keflavíkurflugvelli heyri brátt sögunni til en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá er leit að annarri alþjóðlegri flughöfn sem gerir farþegum ekki kleift að tengja saman millilanda- og innanlandsflug. Þess háttar þjónusta nýtist ekki aðeins heimamönnum heldur líka ferðafólki. Þannig hafði Túristi það eftir forsvarsfólki ferðaþjónustunnar á hinum Norðurlöndunum að þessar flugtengingar væru mjög mikilvægar fyrir atvinnugreinina og þá helst í dreifðari byggðum. En með styrkingu íslensku krónunnar hefur Ísland orðið dýrari áfangastaður og teikn á lofti um að ferðamenn dvelji hér styttri tíma og fari síður út á landi líkt og kom m.a. fram í máli Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, á mánudag þegar ársuppgjör fyrirtækisins fyrir 2017 var kynnt.

Til marks um hversu mikil umsvif innanlandsflugsins eru á stærstu flugvöllum Norðurlanda má nefna að í janúar sl. var nærri helmingur farþega á Óslóarflugvelli á leið í innanlandsflug og 3 af hverjum 10 sem nýta sér þær áætlunarferðir eru á leið í eða að koma úr millilandaflugi. Svo hátt yrði hlutfallið ólíklega hér á landi enda Noregur mun stærra land og fjarlægðirnar meiri. En þó gæti markaðurinn verið töluverður ef flugferðirnar væru tíðari og til fleiri áfangastaða. Sem dæmi má nefna að á hefðbundnum febrúardegi koma hingað til lands hátt í 6 þúsund erlendir ferðamenn og ef aðeins 1% þeirra hefði áhuga á að fljúga beint út á land við komuna til landsins þá færi það langt með að fylla stærri gerðina af Bombardier flugvélunum sem Air Iceland Connect notar.

Heimamenn á Akureyri, sem hafa síðastliðið ár getað flogið beint frá Akureyri í morgunsárið og verið komnir til Evrópu um hádegi, verða núna að leggja í hann daginn áður og gista í höfuðborginni til að ná morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …