Meirihlutinn hjá Icelandair eru tengifarþegar

Þeir sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið skipa að jafnaði annað hvert sæti um borð í vélum Icelandair.

icelandair umbord
Farþegar á leið y Mynd: Icelandair

Hjá Icelandair eru farþegum skipt í þrjá hópa; þá sem fljúga hefja ferðalagið á Íslandi, ferðamenn á leið til Íslands og svo tengifarþega. Fyrir áratug var síðastnefndi hópurinn sá fámennasti en vægi hans hefur aukist hratt síðan þá og í fyrra var hlutfall þessara tengifarþega komið upp í 52 prósent og hefur það aldrei áður verið jafn hátt. Á sama tíma verður heimamarkaðurinn sífellt þýðingaminni og á síðasta ári var aðeins áttundi hver farþegi Icelandair frá Íslandi eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Þessi þróun á sér stað á sama tíma og ferðagleði Íslendinga er hæstu hæðum. En ástæðan fyrir henni er ekki bara sú að nú hafa Íslendingar úr ferðum fleiri flugfélaga að velja heldur líka sú að umsvif Icelandair hafa stóraukist á tímabilinu. Vægi hins fámenna heimamarkaðar minnkar því sjálfkrafa.