Samfélagsmiðlar

Ódýrara bílastæði á Keflavíkurflugvelli ef bókað á vefnum

Nú er hægt að taka frá bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þeir sem það gera borga minna en hinir sem borga við hliðið. Um mánaðarmótin hækkar verðið á stæðunum fyrir þá sem hafa ekki tryggt sér stæði.

Hluti af langtímabílastæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Gjaldskráin á langtímabílastæðinu við Keflavíkurflugvöll tekur breytingum um næstu mánaðarmót þegar sólarhringsgjaldið hækkar um fimm hundruð krónur og verður 1.750 kr. Hins vegar fá þeir sem bóka stæði fyrir fram á vef Keflavíkurflugvallar nokkru ódýrara stæði samkvæmt lauslegri athugun Túrista. Þannig kostar sólarhringurinn í dag 1.253 krónur ef stæði er pantað í þrjá daga yfir fyrstu helgina í mars og sá sem bókar núna stæði frá skírdegi og fram á annan í páskum greiðir 4.700 krónur fyrir alla dagana. Það er ódýrara en það kostaði um síðustu páska en þá varð uppselt á langtímabílastæðunum við Keflavíkurflugvöll. Þetta nýja bókunarkerfi á að minnka líkurnar á að stæðin fyllist á ný á álagstímum.

Í tilkynningu frá Isavia segir að lægsta sólarhringsverðið í dag sé 940 krónur ef bókað er á netinu en tekið fram að verðið fari eftir eftirspurn á hverjum tíma. „Þannig mun stór hluti farþega sem bóka bílastæði fá betra meðalverð á dag en áður hefur boðist auk þess sem farþegar geta gengið að bílastæðinu vísu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að kerfið sé þekkt á flugvöllum víða um heiminn og hefur að sögn Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, verið í þróun og innleiðingu hjá Isavia í meira en ár. „Þessi nýja leið mun vonandi verða til þess að Íslendingar nýti sér hana, bæði til að spara og sýna fyrirhyggju þegar kemur að ferðalaginu. Verðið sem viðkomandi fær fer þá eftir framboði og eftirspurn, það er hversu margir hafa bókað á undan á sama tíma. Því gefur augaleið að til að fá bílastæðið á sem bestu kjörum á álagstímum eins og um páska, í sumar og um jól er best að bóka með góðum fyrirvara,“ er haft eftir Hlyni í tilkynningu.

Í farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll, sem kynnt var í nóvember síðastliðnum, er spáð töluverðri fjölgun íslenskra farþega sem ferðast um flugvöllinn og er sú spá í takt við þróun síðastliðinna ára. Á miklum álagstímum hefur það atvikast að bílastæðin við flugvöllinn hafa fyllst, en í dag eru langtímastæði 2.400 talsins.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …