Samfélagsmiðlar

Óvissa um þróun fargjalda í millilandafluginu

Forstjóri Icelandair Group segir vöxt félagsins á síðasta ári hafa verið arðbæran og að bókunarstöðuna sé góð á fyrri helmingi ársins. Hins vegar endurspegli afkomuspáin óvissu á markaðnum. Hlutfall íslenskra tekna hefur dregist saman milli ára.

icelandair 767 757

Hagnaður af rekstri Icelandair Group á síðasta ári nam 3,9 milljörðum króna en fyrirtækið tapaði rétt rúmlega þeirri upphæð, eða 4,1 milljarði, á síðasta ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í lok föstudags. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni forstjóra að afkoma ársins hafi verið í takt við seinustu afkomuspá fyrirtækisins. „Arðbær vöxtur félagsins heldur áfram og sterk fjárhagsstaða og sveigjanleiki gera okkur kleift að bregðast við aðstæðum og grípa ný og spennandi tækifæri á markaði. Icelandair flutti rúmlega fjórar milljónir farþega í millilandaflugi á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.“

Björgólfur bætir því við að samkeppni sé mikil á öllum mörkuðum. „Bókunarstaða í millilandaflugi er góð á fyrri árshelmingi en töluverð óvissa er á síðari hluta ársins, einkum hvað varðar þróun meðalfargjalda. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2018 endurspeglar þessa óvissu en gert er ráð fyrir að EBITDA ársins verði 170-190 milljónir USD,“ segir Björgólfur í tilkynningu.

Af uppgjöri Icelandair fyrir 2017 má sjá að farþegatekjur Icelandair jukust um rúm 8% frá því í hittifyrra en til samanburðar fjölgaði farþegum í millilandaflugi um 10%. Það segir þó ekki alla söguna því farmiðasala í innanlandsflugi og leiguflugi eru líklega hluti heildartölunni. Upplýsingar um þróun fargjalda hjá Icelandair koma ekki skýrt fram í uppgjörinu en til að mynda er hægt að nálgast þess háttar gögn í uppgjöri flugfélagsins SAS. Þar lækkuðu tekjurnar á hvern farþega um 3% fram í lok október í fyrra.

Lækkun á meðalfargjöldum um örfá prósentustig hefur töluverð áhrif á tekjur flugfélaga, til dæmis lækka tekjur Icelandair um 1,6 milljarða ef flugfélagið flýgur með álíka marga í ár og í fyrra um leið og meðalfargjaldið lækkar um 400 krónur. Tekjutapið yrði þá 4 milljarðar ef farmiðinn lækkar um eitt þúsund krónur að jafnaði. Á móti kemur að eftirspurn gæti aukist í takt við lækkandi fargjöld.

Í uppgjöri Icelandair kemur jafnframt fram að vægi Íslands í rekstri Icelandair Group hefur dregist saman þegar litið er til tekna. Árið 2016 kom fjórðungur tekna fyrirtækisins frá Íslandi en hlutfallið fór niður í 22% í fyrra. Bandaríkjamarkaður vegur langþyngst og hefur vægi hans aukist úr 37% í 39% milli ára.

Nýtt efni

Íslandsstofa varar við því að ríkið verji minna fé til að kynna og auglýsa Ísland sem áfangastað. Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030. Um leið og því er fagnað að breyta eigi verklagi þannig að fyrirsjáanleiki verði meiri við markaðssetningu landsins gagnvart neytendum þá bendir Íslandsstofa …

Nú fljúga þotur Easyjet tvær ferðir í viku frá London til Akureyrar og hefur þessari nýjung verið vel tekið af íbúum á Norðurlandi. Það eru nefnilega Íslendingar í meirihluta sætanna um borð sem skýrir afhverju gistinóttum Breta á norðlenskum hótelum hefur lítið fjölgað þrátt fyrir þessa samgöngubót. Fyrir stjórnendur Easyjet skiptir ekki máli hvort það …

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …