Samfélagsmiðlar

Samkeppniseftirlitið rannsakar gjaldtöku á Keflavíkurflugvelli

Í kjölfar kæru Gray Line þarf Isavia að afhenda öll gögn í tengslum við ákvörðun um að hækka gjöld á rútustæðum við komuhlið Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

airportexpress

Rúta á vegum Gray Line við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli en Gray Line kærði þessi áform Isavia þann 10. janúar síðastliðinn. Í bréfi sem stofnunin hefur sent Isavia segir að það sé ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gray Line.

Isavia fær frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um áformin en hin nýja gjaldtaka á rútustæðunum hefst um næstu mánaðarmót en tilkynnt var um hana í byrjun desember. Í kjölfarið mun kosta 7.900 krónur að keyra minni hópferðabíla inn á stæðið en 19.900 fyrir hefðbundnar rútur. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Fer eftirlitið fram á að Isavia afhendi alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila í tengslum við hið nýja rútugjald.

Sem fyrr segir er það ætlun stjórnenda Keflavíkurflugvallar að hefja gjaldtöku á rútustæðinu þann 1. mars en í bréfi Samkeppniseftirlitsins segir að því sé heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða ef sennilegt þykir að viðkomandi háttsemi fari gegn ákvæðum samkeppnislaga og raski samkeppni. Fyrir liggur, segir í bréfinu, að atvinnustarfsemi tengd flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli geti haft verulega sérstöðu í samkeppnislegu tilliti, sem geti falið sér rök fyrir hraðari málsmeðferð heldur en ella. Óskað er eftir sjónarmiðum Isavia til bráðabirgðaákvörðunar og spurt hvort til álita komi af hálfu ríkisfyrirtækisins að fresta gjaldtökunni meðan rannsóknin stendur yfir.

Bent hefur verið á að hið boðaða gjald á rútustæðinu við Leifsstöð er margfalt hærra en þekkist annars staðar. Þess ber þó að geta að viðkomandi bílastæði er ekki beint fyrir framan komusal flugstöðvarinnar en útboð á þeim stæðum fór fram síðastliðið sumar. Niðurstaðan af því varð sú að tekjur Isavia af aðstöðunni munu hækka verulega og munu fargjöld með félögunum tveimur sem buðu best verða nokkru hærri en tíðkast hefur líkt og Túristi hefur fjallað um.

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …