Stundvísustu flugfélög Evrópu

Hvorki Icelandair né WOW air komust á lista yfir þau tíu flugfélög sem voru oftast á réttum tíma í fyrra.

Bombardier þota AirBaltic Mynd: AirBaltic

Frá heimahöfn sinn í Riga í Lettlandi flýgur AirBaltic til um 60 áfangastaða og þar á meðal er Ísland en hingað fljúga þotur félagsins yfir sumarmánuðina. Letneska flugfélagið býður einnig upp á áætlunarflug frá höfuðborgum nágrannaríkjanna, Tallinn og Vilnius og í fyrra voru 9 af hverjum 10 áætlunarferðum AirBaltic á réttum tíma. Það er meiri stundvísi en nokkurt annað evrópskt flugfélag getur státað af samkvæmt niðurstöðum rannsóknarfyrirtækisins OAG sem tekur saman stundvísi flugfélaga og flugvalla út um allan heim.

Icelandair og WOW air komust ekki á lista OAG yfir 10 stundvísustu flugfélög álfunnar en þar eru þó, auk AirBaltic, fimm önnur flugfélög sem stunda Íslandsflug. Í öðru sæti er t.d. Vueling sem flýgur hingað frá Barcelona og í því fjórða er Transavia sem kemur hingað á Orly í París á sumrin. Auk þess eru SAS og Finnair á listanum og líka Austrian en leiguflugfélag austurríska flugfélagsins býður upp á næturflug frá Keflavíkurflugvelli til Vínarborgar yfir aðalferðamannatímann.