Stefnir í sumarflug til 91 borgar

Við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar bætast nokkrir nýir áfangastaðir í sumar en á sama tíma dettar nokkrir út.

Mynd: Isavia

Í lok næsta mánaðar hefst sumaráætlun flugfélaganna og þó endanlegt prógramm liggi ekki fyrir þá telst Túrista til að frá Keflavíkurflugvelli verði flogið til 91 áfangastaðar í Evrópu og Norður-Ameríku auk Tel Aviv í Ísrael. Í sumum borgum verður flogið til fleiri en eins flugvallar og erlendu flughafnirnar sem tengjast Íslandsflugi í sumar verða í heildina 98 talsins. Við þetta bætist svo leiguflug á vegum íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa til nokkurra staða.

Þetta er nokkuð meira framboð en síðastliðið sumar enda bætist töluvert í flugið til Bandaríkjanna. Nú verður í fyrsta sinn  flogið héðan til Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Kansas og St. Louis og í Evrópu koma inn Poznan í Póllandi, Lúxemborg og Moskva í Rússlandi. Á sama tíma er ekkert áætlunarflug til Birmingham, Bristol, Cork, Friedrichshafen, Þrándheims og Stavanger lengur á dagksrá yfir sumarið.

Hér fyrir neðan má sjá kort af öllum stöðunum sem búið er að staðfesta flug til í sumar.