Til þessara borga verður flogið í sumar

Allir áfangastaðir sumarsins fyrir þá sem hefja ferðalagið á Keflavíkurflugvelli eða jafnvel í Vatnsmýrinni.

Hvort sem þú kýst fjör eða rólegheit í sumarblíðunni þá er víst að hægt er fljúga til ólíkra átta frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Myndir: Angelo Pantaziz og Marie Sophie Tekia /Unsplash

Sumaráætlun flugfélaganna hefst í lok mars og lýkur í enda október og á þessu tímabili geta farþegar á Keflavíkurflugvelli flogið beint til 87 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku auk Tel Aviv í Ísrael. Í fyrsta sinn verður í boðið áætlunarflug til bandarísku borganna Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Kansas og St. Louis og í Evrópu koma inn Poznan í Póllandi, Lúxemborg og Moskva í Rússlandi. Á sama tíma eru borgirnar Aberdeen, Birmingham, Cork, Friedrichshafen, Þrándheims og Stavanger ekki lengur á dagskrá.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá eru sumir áfangastaðir ekki á dagskrá allt tímabilið. Hægt er að leita í töflunni með því að slá inn nafn borgar eða lands í leitarlínuna efst, þá sést t.d. að flogið verður reglulega til tuttugu og tveggja borga í Bandaríkjunum og að til London fljúga fimm flugfélög.

Á fjöldamörgum flugleiðum er samkeppni um farþegana en hægt er að nýta hnappinn til hægri til bera saman fargjöld að skoða flugáætlunina.