20 vanmetnustu ferðamannaborgirnar vestanhafs

Átta af þeim borgum sem eru á þessum lista eru hluti af leiðakerfi Icelandair og WOW air.

Cleveland í Ohio er fjórða vanmetnasta ferðamannaborgin en frá og með vorinu verður flogið þangað beint frá Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair og WOW air. Mynd: Icelandair

Nöfn New York, Boston, Los Angeles eða San Francisco komust skiljanlega ekki á blað þegar lesendur bandaríska ferðaritsins Travel+Leisure völdu þær tuttugu borgir þar í landi sem eiga meiri athygli skilið hjá ferðafólki. Á listanum eru hins vegar nokkrar af þeim borgum sem bætast við leiðakerfi íslensku flugfélaganna í vor eins og sjá má.

20 vanmetnustu ferðamannaborgir Bandaríkjanna
 1. Norfolk, Virginia
 2. Buffolo, New Yor
 3. Indianapolis, Indiana
 4. Cleveland, Ohio – Bæði Icelandair og WOW air hefja flug þangað í vor
 5. Grand Rapids, Michigan
 6. Milwaukee, Wisconsin
 7. Rochester, New York
 8. Birmingham, Alabama
 9. Kansas City, Missouri – Icelandair fer jómfrúarferð sína 25. maí
 10. Minneapolis/St.Paul, Minnesota – Icelandair flýgur þangað mestan part ársins og Delta yfir sumarið
 11. Fort Worth, Texas – American Airlines, Icelandair og WOW air munu frá og með vorinu fljúga til Dallas/Forth Worth flugvallar
 12. Pittsburgh, Pennsylvania – WOW air flýgur þangað
 13. Greenville, Suður-Karólína
 14. Philadelphia, Pennsylvania – Icelandair með áætlunarflug yfir sumarið
 15. Cincinnati, Ohio – WOW air fer í jómfrúarferð sína þangað í vor
 16. Tucson, Arizona
 17. Detroit, Michigan – Bætist við leiðakerfi WOW air í vor
 18. Columbos, Ohio
 19. Phoenix, Arizona
 20. Louisville, Kentucky