Samfélagsmiðlar

Lán til samgöngufyrirtækja fjórfölduðust

Útlán Arion banka til ferðaþjónustunnar hækkuðu um 18 milljarða í fyrra og þar af flokkast 11 milljarðar sem lán til samgangna. Aukningin í þeim flokki var langmest á síðasta ári.

island vegur ferdinand stohr

6 af hverjum 10 krónum sem Arion banki lánaði til ferðaþjónustfyrirtækja á síðasta ári runnu í samgönguflokk. Honum tilheyra m.a. bílaleigur, flugfélög og hópferðafyrirtæki.

Af þeim 765 milljörðum sem Arion banki átti útistandandi í lánum til viðskiptavina sinna í lok síðasta árs þá voru 7% þeirra tengd ferðaþjónustu. Hlutfallið var 5% í árslok 2016 og lán bankans til atvinnugreinarinnar hækkuðu því um 18 milljarða í fyrra. Fóru úr 35,6 milljörðum upp í 53,6 milljarða samkvæmt því sem lesa má úr árskýrslu bankans fyrir árið 2017 sem birt var fyrir helgi. Lán til ferðaþjónustunnar skiptast á milli nokkurra atvinnuvegaflokka í ársskýrslunni í samræmi við flokkunarkerfi Seðlabanka Íslands.

Þar hefur heild- og smásöluverslun mesta vægið því 34% af lánum Arion til ferðageirans teljast til þess hlutar eða 18,2 milljarðar eins og staðan var um síðustu árslok. Næsthæst voru lánin til samgönguhluta ferðamála en athygli vekur að lánin í þennan flokk fjórfölduðust á síðasta ári, fóru úr tæpum 3,6 milljörðum í 14,5 milljarða. Þar með jókst vægi samgöngumála, í lánum tengdum ferðaþjónustu, úr 10% í 27% á milli ára eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Viðbótarlánin á síðasta ári, sem rekja má til samgönguhlutans, námu því um 11 milljörðum en samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, sem Arion banki styðst við, þá gætu lánin hafa farið til bílaleiga, flugfélaga, hópferðafyrirtækja auk annars konar fyrirtækja sem tengjast á einhvern hátt samgöngum innan ferðaþjónustu. Ekki fást hins vegar nákvæmari skýringar því í  svari Arion banka, við fyrirspurn Túrista, segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um skiptingu lána umfram það sem kemur fram í útgefnu efni bankans. „Hækkað hlutfall til ákveðinna atvinnugreina tengist þó auðvitað nýjum lánveitingum,“ segir jafnframt í svarinu.

Eins og sést á töflunni þá hafa lán tengd fasteignum og mannvirkjagerð, innan túrismans, lítið breyst milli ára en gera má ráð fyrir að til þess flokks tilheyri m.a. lán til hótelabygginga og gistireksturs.  Lán til verkefna sem tengjast þjónustu innan atvinnugreinarinnar hækkuðu um rúmar 900 milljónir en aukningin var langmest í samgönguhlutanum því 6 af hverjum 10 krónum sem Arion lánaði til ferðaþjónustu á síðasta ári rann til þess flokks.

Sem fyrr segir var hlutfall lána til ferðamála 7% af heildarútlánum Arion banka í fyrra. Það er lægra hlutfall en hjá hinum stóru bönkunum því 13% af lánum Íslandsbanka tengjast ferðaþjónustu og 8% hjá Landsbankanum. Í skýrslum þessara banka er ekki að finna sundurliðun á lánum til greinarinnar á sama hátt og hjá Arion banka en Túristi hefur óskað eftir samskonar upplýsingum frá bæði Íslandsbanka og Landsbanka.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …