Samfélagsmiðlar

Þurfum að læra á Asíumarkaðinn og aðlaga þjónustuna að honum

Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, er einn þeirra Íslendinga sem var á ITB ferðakaupstefnunni í vikunni. Hér ræðir hann þátttökuna og gang mála í ferðaþjónustunni.

„Bókanir líta ekki svo illa út en þetta gæti verið betra," segir Arnar Már hjá Íslenskum fjallleiðsögumönnum.

Hvernig hefur ITB ferðakaupstefnan verið í ár?
Nokkuð góð. Við vorum ekki með fullbókaða dagskrá en það rætist alltaf úr þessu. Þýski markaðurinn mest áberandi en við áttum líka fundi með fólki frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Asíu og Skandinavíu.

Er þátttakan þess virði?
Já, hún er það. Árin eru mismunandi góð og það skiptir máli að undirbúa sig vel fyrir sýninguna og fylgja svo fundunum eftir þegar heim er komið. Það er líka hluti af þessu að hitta góða og gamla samstarfsfélaga og taka stöðuna. Það er einnig hægt að sækja sér mikinn lærdóm á ITB. Hér eru áhugaverðir fyrirlestrar, til dæmis um sölumál, áhrif ferðaþjónustunnar vítt og breytt, um offjölgun ferðamanna og ýmislegt annað.

Hvernig lítur árið út hjá ykkur í samanburði við það síðasta?
2017 fór af stað með látum og sumarið var nokkuð gott. Haustið var síðra og árið endaði alls ekki vel. Þetta ár fer frekar hægt af stað því janúar var ekkert sérstakur en febrúar nokkuð góður. Bókanir líta ekki svo illa út en þetta gæti verið betra.

Hvað veldur?
Breytt hegðun ferðamanna vegur þar þungt. Fólk bókar seinna en áður og það heyrum við líka frá samstarfsfólki okkar í Evrópiu. Gengi krónunnar skiptir líka máli. Bandaríkjamarkaður er okkur mikilvægur og dollarinn hefur veikst.

Hefur flóra ferðamanna breyst?
Kínverski og asíski markaðurinn eru vaxandi og fyrir marga í ferðageiranum eru þetta nýir markaðir. Hingað til höfum við verið að laga þjónustuna að þeim hópum sem voru stærstir en þarfir þessa nýja markaðar eru aðrar. Við þurfum að læra á hann og aðlaga þjónustuna að honum. Markaðurinn er risastór og á eftir að vaxa.

Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig?
Ég held að ferðaþjónustan sé að mestu sammála um það sé almennt máttleysi ríkjandi hjá stjórnvöldum varðandi greinina. Það endurspeglast í úrræðaleysi í gjaldtökumálum og endalausri umræðu og allt virðist í lausu lofti. Þetta sást til að mynda í kringum tillögurnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Og það er líka pirringur í greininni út af nýju rútugjöldunum við Leifsstöð. Það var líka ánægja víða með að fá sérstakt ráðuneyti fyrir ferðamálin en aftur á móti vonbrigði að það hefur ekki beitt sér nægjanlega.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …