Bestu flugvallahótelin

Ef ferðaáætlunin gerir ráð fyrir einni nótt á flugvallarhóteli þá ættu þessi fimm að standa undir væntingum flestra.

Mynd: Bill Anastas / Unsplash

Þó nú sé flogið frá Keflavíkurflugvelli til hátt í 100 erlendra flugvalla þá þarf oft að tengja saman tvær til þrjár flugferðir til að komast á áfangastað. Til að mynda ef halda á út fyrir Evrópu enda er áætlunarflug héðan til annarra heimsálfa en N-Ameríku ennþá ekki í boði frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Og stundum er ekki hægt að ná framhaldsflugi samdægurs og þá getur reynst hentugt að verja nóttinni á flugvallahóteli þaðan sem stutt er út í flugstöð í morgunsárið.

Við margar flugstöðvar er úrvalið af gistikostum töluvert en ef þú átt leið um Munchen, Guangzhou, Hong Kong eða Singapúr á næstunni þá ættu þessi fimm flugvallarhótel að vera góðir kostir. Enda eru þau með hæstu einkunn á vefnum Skytrax í sínum flokki og er þar litið til nálægðar við flugstöð, aðbúnaðs, hreinlætis, þjónustu auk annarra þátta.

5 bestu flugvallahótelin að mati notenda Skytrax

1. Crown Plaza við Changi flugvöllinn í Singapúr

2. Pullman við flugstöðina í Guangzhou

3. Marriott SkyCity í Hong Kong

4. Hilton við flugvöllinn í Munchen

5. Regal flugvallarhótelið í Hong Kong