Samfélagsmiðlar

Bestu veitingastaðirnir í Stokkhólmi akkúrat núna

Þeir bestu og líka hinir sem voru tilnefndir í ár sem bestur matsölustaðirnir í höfuðborg Svíþjóðar.

Frá Stokkhólmi

Árlega útdeilir sænska dagblaðið Dagens Nyheter svokölluðum gulldrekum til þeirra veitingahúsa í Stokkhólmi sem þykja skara fram úr í sínum verðflokki. Að þessu sinni var það sushi staðurinn Soyokaze sem þótti bestur í flokki þeirra dýrustu og þeir sem vilja prófa þennan stað ættu að bóka í tíma því þarna eru aðeins sæti fyrir 12 gesti. Kagges í Gamla stan var valinn sá besti í milliverðflokki en þarna er eldað úr lífrænu hráefni og mikil áhersla á grænmetið. Reykhúsið Brisket & Friends þótti svo best í flokki þeirra ódýrustu en þar er aðallega gert út á grillað svínakjöt.

En það eru ekki bara veitingahús sem fá gulldreka frá Dagens Nyheter því eigendur barsins Folii á Södermalm fengu einn slíkan og bakarinn á Fosch á Östermalm líka.

Það þykir mikill heiður í sænsku veitingahúsalífi að fá gulldreka því í framhaldinu flykkjast íbúar Stokkhólms á staðina sem þóttu bestir. Það gæti því orðið erfitt að fá sæti hjá sigurvegurunum og hér er því listi yfir þá staði sem voru tilnefndir í ár og íslenskir ferðamenn gætu kíkt á ef allt er fullt hjá hinum.

Tilefndir í flokki ódýrra veitingahúsa:

Dos Locos – kúbverskur götumatur og kokteilar
Falloumi – Fínt falafel
Raamen – Japanskur skyndibiti
Taku Taku – vegan skyndibiti

Tilnefningar í milliverðflokki:

Ichi – Japanskir réttir með sænsku yfirbragði
Portal – Klassískt veitingahús
Sushi Oi – Nafnið segir allt
Tegelbacken – Smellir úr franska og ítalska eldhúsinu

Dýru veitingastaðirnir

Adam/Albin – fimm réttir á 895 sænskar (11 þúsund kr.)
Gatrologik – Michelin staður þar sem matseðillinn kostar 1.595 sænskar (20 þúsund kr.)
Oaxen krog – Tvær Michelin stjörnur og matseðill staðarins á 2.100 sænskar (um 26 þúsund kr.)
Rutabaga – Grænmetisstaður í hæsta gæðaflokki með minni rétti.

Lengi vel var Icelandair eina flugfélagið sem bauð upp á áætlunarflug héðan til Stokkhólms en svo bættist WOW air við og nú í sumar mun líka Norwegian bjóða upp á áætlunarflug frá Arlanda flugvelli til Íslands.

Frá fimmtudegi til sunnudags er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …