Samfélagsmiðlar

Er innanlandsflug dýrara en Evrópuflug?

Í umræðunni um innanlandsflug er því stundum haldið fram að það sé dýrara að fljúga á milli landshluta en heimshluta. Hér er gerð tilraun til að kanna hvort að svo sé. Alla vega eins og staðan er í dag.

flugvel innanlands isavia

Norðmaður sem bókar í dag far frá Frøde, Þrándheimi eða Røros til Óslóar borgar að jafnaði 36% minna fyrir ferðalagið en sá sem ætlar að fljúga frá Ósló til Amsterdam, London eða París á næstunni. Og Svíi sem pantar innanlandsflug til Stokkhólms borgar 35% minna en farþeginn sem flýgur frá sænsku höfuðborginni til evrópsku borganna þriggja. Og verðmunurinn er líka innanlandsfluginu í hag þegar borin eru saman lægstu fargjöldin með Air Iceland Connect frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Þau eru að jafnaði 29% lægri en farþegum á Keflavíkurflugvelli býðst ef ferðinni er heitið til Parísar, London eða Amsterdam. Meðalverðið hjá flugfélaginu Ernir, til Reykjavíkur frá Húsavík, Höfn og Vestmannaeyjum, er hins vegar 1% hærra en Evrópuflugið kostar en þess ber að geta að hjá Erni fá félagsmenn í ákveðnum stéttarfélögum ódýrari farmiða en almennir farþegar.

Þetta sýna niðurstöður verðkönnunar Túrista þar sem borin voru saman fargjöld á 25 flugleiðum hér á landi og í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi á fjórum mismunandi dagsetningum. Sú fyrsta er í lok næstu viku og sú síðasta seinni hlutann í júní. Meðalverðið sem fundið var nær þannig yfir bókanir sem gerðar eru með stuttum og löngum fyrirvara en einnig yfir virka daga eða helgi. Eins og gefur að skilja eru möguleikarnir óteljandi þegar verð á flugi er borið saman en neðst í greininni má sjá hvaða flugleiðir voru kannaðar og á hvaða dögum.

Skotar sér á báti

Túristi skoðaði einnig stöðuna í Skotlandi og hún er allt önnur en í hinum löndunum því Skotar borga rúmlega tvöfalt meira fyrir innanlandsflug, frá Killwall eða Stornoway til Edinborgar, en þeir greiða fyrir flug frá skosku höfuðborginni til Amsterdam eða Parísar. Meginskýringin á þessu er ekki sú að það sé óvenju ódýrt að fljúga frá Edinborg til útlanda. Nei, þessi mikli munur skrifast á þá staðreynd að innanlandsflugið frá þessum tveimur skoskum bæjum er mun dýrara en þekkist í innanlandsflugi á Norðurlöndunum og er það í takt við niðurstöður könnunnar sem Túristi gerði í haust.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að flug frá Killwall og Stornoway eru hluti af Skosku leiðinni svokölluðu og geta íbúar á svæðunum í kringum þessa flugvelli fengið styrk fyrir helmingi fargjaldsins hjá skoska ríkinu. En í ljósi þessa háa farmiðaverðs í Skotlandi vaknar sú spurning hvort ríkisstyrkurinn hafi neikvæð áhrif á flugverðið og þá helst fyrir þá íbúa Skotlands sem ekki njóta niðurgreiðslunnar. Og um leið dragi þetta háa farmiðaverð úr áhuga ferðamanna á skosku innanlandsflugi.


Dagsetningarnar í könnuninni voru 23-25. mars, 10-13. apríl, 17-21. maí og 19-22. júní. Flugleiðirnar sem skoðaðar voru: Akureyri-Reykjavík, Egilsstaðir-Reykjavík, Ísafjörður-Reykjavík, Höfn-Reykjavík, Vestmannaeyjar-Reykjavík, Húsavík-Reykjavík, Keflavík-Amsterdam, Keflavík-París, Keflavík-London, Þrándheimur-Ósló, Fördo-Ósló, Röros-Ósló, Ósló-London, Ósló-Amsterdam, Ósló-París, Sundsvall-Stokkhólmur, Visby-Stokkhólmur, Gautaborg-Stokkhólmur, Stokkhólmur-París, Stokkhólmur-London, Stokkhólmur-Amsterdam, Killwall-Edinborg, Stornoway-Edinborg, Edinborg-Amsterdam og Edinborg-París.

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …