Samfélagsmiðlar

„Erlendir ferðamenn eru líka skattgreiðendur”

Ráðherra ferðamála þykir leitt að fáir hafi tekið eftir orðum hennar þegar hún kynnti fjárveitingu til uppbyggingar við ferðamannastaði fyrir helgi. Hún

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, um að fjármagn til framkvæmda við ferðamannastaði sé í boði skattgreiðenda féllu í grýttan jarðveg meðal forsvarsfólks íslenskrar ferðaþjónustu. Í þeim hópi telja sumir að ráðherrann hafi með orðavali sínu skaðað atvinnugreinina og skapað henni óvild hjá almenningi líkt og Túristi greindi frá í gær. Er þá vísað til þess að gistináttaskatturinn, sem settur var á til að fjármagna framkvæmdir við ferðamannastaði, standi undir fjárveitingunni. „Ráðherrann fær þarna tækifæri til að segja hvernig þessi uppbygging er fjármögnuð og kýs að skilja það eftir í hugum fólks að þetta sé tekið af skattgreiðslum almennings. Þegar staðreyndin er sú að bara gistináttagjaldið gerir meira en að greiða fyrir þetta,” sagði einn viðmælenda Túrista.

Aðspurð um viðbrögð við þessari gagnrýni, segir ráðherra að í umræddu viðtali, við Stöð 2, hafi hún tekið skýrt fram að ferðaþjónustan skili gífurlegum tekjum í ríkissjóð á ári hverju. „Mér þykir leitt að fáir virðast hafa tekið eftir því og einblína í staðinn á fyrirsögnina. Menn verða einfaldlega að lesa fréttina og hvað ég sagði. Þegar orð mín eru skoðuð í samhengi lýsa þau góðum skilningi á því að ferðaþjónustan skilar ríkissjóði miklum tekjum. Á sama tíma er allt sem ríkið fjármagnar að sjálfsögðu fengið hjá skattgreiðendum, það liggur í augum uppi. Og erlendir ferðamenn eru líka skattgreiðendur. Og íslenskir skattgreiðendur greiða líka gistináttagjald. Allt fer það í sama sjóðinn, ríkissjóð,” segir ráðherra og bætir því við að hún hafi, „af virðingu við skattgreiðendur”, reynt að leggja það í vana sinn að tala um að hlutir séu greiddir af skattgreiðendum en ekki fjármagnaðir af fjárlögum. „Ef ég hefði notað síðara orðalagið hefði líklega enginn gert athugasemd. Mér finnst því hér verið að gera úlfalda úr mýflugu satt best að segja,” segir Þórdís Kolbrún í svari til Túrista.

Á blaðamannafundi ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra á fimmtudag var 2,8 milljörðum úthlutað til framkvæmda við ferðamannastaði. Stærsti hlutinn eða 2,1 milljarður er hluti af Landsáætlun umhverfisráðherra til næstu þriggja ára og 720 milljónir komu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneyti ferðamála þá liggur fyrir, samkvæmt gildandi fjármálaáætlun, að samtals verði úthlutað úr framkvæmdasjóðunum 1,5 milljarði næstu tvö ár. Í heildina fari því 4,3 milljarðar í þessar framkvæmdir næstu þrjú ár.

Til samanburðar má geta að tekjur ríkisins af gistináttaskattinum verða 1,4 milljarður í ár samkvæmt fjárlögum. Gera má ráð fyrir að um 13% af þeirri upphæð megi rekja til íslenskra gesta miðað við gistináttatölur Hagstofunnar fyrir árið 2016 en uppgjör fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …