Samfélagsmiðlar

Eru það hótelgestir eða skattgreiðendur sem borga?

Við úthlutun úr framkvæmdastjóði ferðamannastaða í gær sagði ráðherra ferðamála að þeir 2,8 milljarðar sem færu í framkvæmdina væru í boði skattgreiðenda. Tekjur af gistináttaskatti standa hins vegar undir fjárveitingunni og rúmlega það.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Þegar lög um gistináttaskatt voru sett hér á landi árið 2011 þá var yfirlýst markmið skattsins að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt átti að nýta tekjurnar í að auka öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins samvæmt því frumvarpi sem Alþingi samþykkti. Innheimta á skattinum hófst í ársbyrjun 2012 og nam gjaldið þá 100 krónur á hverja gistieiningu sem þýðir í raun að rukkaðar voru aukalega 500 krónur á hvert hótelherbergi  sem leigt var út í 5 nætur. Upphæðin var jafnhá fyrir alla tegundir gistingar, líka svefnpokapláss á farfuglaheimilum.

Síðastliðið haust var gistináttagjaldið þrefaldað og nemur nú 300 krónum á hverja gistieiningu. Gestur á íslenskum gististað borgar því aukalega 1500 krónur af 5 daga gistingu hér á landi og samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs verða tekjur ríkisins af gistináttaskattinum rúmir 1,4 milljarðar í ár.

Lögunum um gistináttaskatt var hins vegar breytt í fyrra í takt við frumvarp Þórdísar Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Tekjurnar af gistináttaskattinum eru því ekki lengur eyrnamerktar framkvæmdasjóði ferðamannastaða eins og áður var. Og í ljósi þessara breytinga, sem núverandi ráðherra ferðamála gerði í fyrra, þá vekur athygli að hún segi 2,8 milljarða framkvæmdir við ferðamannastaði næstu þrjú ár vera í „boði skattgreiðenda“ í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Það er vissulega rétt að miðað við nýju lögin þá kemur fjármagnið úr ríkissjóði en ef lögunum um framkvæmdasjóðinn hefði ekki verið breytt í fyrra, af frumkvæði Þórdís Kolbrúnar, þá hefðu tekjur af gistináttaskattinum dugað fyrir framkvæmdum upp á 1,4 milljarða í ár. En sem fyrr segir var 2,8 milljörðum úthlutað í gær til framkvæmda við ferðamannastaði til næstu þriggja ára eða rétt um 900 milljónum á ári. Það er hálfum milljarði minna en ríkið hefur í tekjur af gistináttaskattinum.

Þess ber að geta að á næsta og þarnæsta ári verður líka veitt fjármagni til framkvæmda við ferðamannastaði. Ef miðað er við að tekjur af gistináttaskattinum verði óbreyttar næstu ár þá mun hann samtals skila rúmum fimm milljörðum næstu þrjú ár. Þá upphæð væri líklega hægt að hækka þónokkuð ef eftirlit hins opinber með heimagistingu yrði eflt. Því nýleg dæmi sýna, bæði í Frakklandi og í Svíþjóð, að töluverður hluti þeirra sem leigja út til einkahúsnæði til ferðamanna stendur ekki skil á opinberjum gjöldum eins og gistináttaskatti.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …