Samfélagsmiðlar

Farmiðaverðið til Texas hefur sveiflast upp og niður

Brátt verður hægt að fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til Dallas og það ekki bara með einu flugfélagi heldur þremur.

Mynd: Icelandair

Séð yfir Dallas.

Bæði Icelandair og WOW air fara jómfrúarferðir sínar til bandarísku borgarinnar Dallas maí og í byrjun júní hefur svo American Airlines, stærsta flugfélag heims, Íslandsflug frá sömu borg. Þar með geta farþegar á leið héðan til Texas valið á milli áætlunarferða þriggja flugfélaga. Aldrei áður hefur ný flugleið verið opnuð fá Keflavíkurflugvelli þar sem samkeppnin er svona mikil frá fyrsta degi.

Túristi hefur fylgst með verðlagi á fluginu til Dallas og eins og sjá má þá hefur það tekið nokkrum breytingum frá því í byrjun vetrar. Þá hafði American Airlines nýhafið sölu á sínum ferðum og voru miðarnir miklu dýrari en hjá íslensku félögunum. Niðurstöður verðkönnunarinnar í lok janúar leiddu hins vegar í ljós að bandaríska flugfélagið hafði lækkað sín fargjöld umtalsvert í júní en var ennþá dýrasti kosturinn á þeim dagsetningum sem kannaðar voru í júlí og ágúst.

Þeir sem bóka farmiða í dag til Dallas í dag komast þangað ódýrast með WOW en fargjöld félagsins í júní og júlí eru ódýrari í dag en þau hafa verið eins og sjá má á töflunni. Verðið í ágúst hefur staðið í stað en þess ber að geta að borga þarf fyrir innritaðar töskur hjá WOW. Það er líka stundum raunin með ódýrustu fargjöldin hjá Icelandair en þau eru þó uppseld á sumum þeim dagsetningum sem kannaðar voru.

Skýringin á hinu óvenju háa farmiðaverði hjá American Airlines dagana 11. til 14 júlí er sú að þá eru bara til sæti á dýrasta farrými. Hjá bandaríska félaginu fylgja veitingar og allur farangur með lægstu fargjöldunum.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …