Samfélagsmiðlar

Farmiðaverðið til Texas hefur sveiflast upp og niður

Brátt verður hægt að fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til Dallas og það ekki bara með einu flugfélagi heldur þremur.

Mynd: Icelandair

Séð yfir Dallas.

Bæði Icelandair og WOW air fara jómfrúarferðir sínar til bandarísku borgarinnar Dallas maí og í byrjun júní hefur svo American Airlines, stærsta flugfélag heims, Íslandsflug frá sömu borg. Þar með geta farþegar á leið héðan til Texas valið á milli áætlunarferða þriggja flugfélaga. Aldrei áður hefur ný flugleið verið opnuð fá Keflavíkurflugvelli þar sem samkeppnin er svona mikil frá fyrsta degi.

Túristi hefur fylgst með verðlagi á fluginu til Dallas og eins og sjá má þá hefur það tekið nokkrum breytingum frá því í byrjun vetrar. Þá hafði American Airlines nýhafið sölu á sínum ferðum og voru miðarnir miklu dýrari en hjá íslensku félögunum. Niðurstöður verðkönnunarinnar í lok janúar leiddu hins vegar í ljós að bandaríska flugfélagið hafði lækkað sín fargjöld umtalsvert í júní en var ennþá dýrasti kosturinn á þeim dagsetningum sem kannaðar voru í júlí og ágúst.

Þeir sem bóka farmiða í dag til Dallas í dag komast þangað ódýrast með WOW en fargjöld félagsins í júní og júlí eru ódýrari í dag en þau hafa verið eins og sjá má á töflunni. Verðið í ágúst hefur staðið í stað en þess ber að geta að borga þarf fyrir innritaðar töskur hjá WOW. Það er líka stundum raunin með ódýrustu fargjöldin hjá Icelandair en þau eru þó uppseld á sumum þeim dagsetningum sem kannaðar voru.

Skýringin á hinu óvenju háa farmiðaverði hjá American Airlines dagana 11. til 14 júlí er sú að þá eru bara til sæti á dýrasta farrými. Hjá bandaríska félaginu fylgja veitingar og allur farangur með lægstu fargjöldunum.

Nýtt efni

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …