Ferðafólki fjölgar álíka og fyrir nokkrum árum síðan

Í hausum talið þá var viðbótin í febrúar jafn mikil og fyrir fjórum og fimm árum síðan og miklu meiri en oft áður á þessum tíma árs. Hins vegar ekkert í samanburði við aukninguna í fyrra og hittifyrra.

island anders jilden
Pólverjar eru áfram sú þjóð sem stækkar hraðast í hópi ferðafólks hér á landi. Mynd: Anders Jilden / Unsplash

Í febrúar innrituðu 160 þúsund erlendir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli eða um 12 þúsund fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þá jókst ferðamannastraumunni hins vegar um nærri helming en ekki um 8 af hundraði líkt og raunin varð núna en spá Isavia gerði ráð fyrir um fimmtungi fleiri erlendum ferðamönnum að þessu sinni.

Það er því ljóst að það hægist hratt á vextinum og hraðar en gert var ráð fyrir en sé horft fram hjá hlutfallslegri aukningu og þess í stað litið á fjöldatölurnar þá kemur í ljós að viðbótin í síðasta mánuði var álíka og í febrúar 2013 og 2014. Og mun meiri en á árunum þar á undan eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Hafa ber í huga að talning Ferðamálastofu fer fram við vopnaleitina í Leifsstöð og útlendingar búsettir á Íslandi og svokallaðir sjálftengifarþegar eru taldir sem ferðamenn þó samkvæmt skilgreiningu eigi ekki að telja þessa hópa til ferðafólks.