Samfélagsmiðlar

Fjórðungi fleiri skemmtiferðaskip í sumar

Um 147 þúsund farþegar verða í þeim skipum sem leggjast að bryggju í Reykjavík og Akranesi næstu mánuði.

faxafloahafnir Filippus Johannsson Rotterdam

Sumarvertíð skemmtiferðaskipa hjá Faxaflóahöfnum hófst í fyrra um miðjan maí en í ár er von á fyrsta skipinu nú á föstudag. Það fleyið Magellan sem mun hafa sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka og um borð verða 1.452 farþegar. Bíða þarf í tvo mánuði þar til næsta skipakoma er á dagskrá og svo koma skipin eitt af öðru fram í október. Alls verða komurnar hjá Faxaflóahöfnum 168 á þessu tímabili og þar af 16 á Akranesi en þangað hélt aðeins eitt skemmtiferðaskip í fyrra. Samtals fjölgar skipakomunum um 33 í ár eða um fjórðung.

Reiknað er með ríflega 146 þúsund farþegar nýti sér skipaferðirnar til Reykjavíkur í sumar en 768 halda til Akraness samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Faxaflóahafna. Allt í allt eru þetta um 19 þúsund fleiri farþegar en síðastliðið sumar og lætur nærri að þriðji hver komi frá Þýskalandi. Bandaríkjamenn eru næst fjölmennastir og svo eru það Bretar. Þessar þjóðir eru líka fjölmennastar í hópi þeirra ferðamanna sem kom til landsins í flugi nema þar eru Bandaríkjamennirnir flestir. Til samanburðar má geta að farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir um 2,5 milljónum erlendra ferðamanna í flugi til Keflavíkurflugvallar í ár.

Stærsta skip sem komið hefur til Reykjavíkur

Þrívegis í sumar mun MSC Meraviglia koma til hafnar í Reykjavík en þetta er langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. Skipið er var tekið í notkun í fyrra og er 171.598 brútt­ót­onn og 333 metr­ar að lengd. Um borð er rými fyrir rúmlega 4.500 farþega og um fimmtán hundruð manna áhöfn. Ká­et­ur og svít­ur farþeg­anna eru á fimmtán hæðum.

Hugað að losuninni

Síðastliðið sumar var töluverð umræða um mengun frá þeim skemmtiferðaskipum sem liggja við bryggjur hér á landi. Og á vef Faxaflóahafna er að finna ítarlegar upplýsingar um hvernig fyrirtækið stendur að umhverfismálum í kringum komur skemmtiferðaskipa og starfsemi sína almennt. Til að mynda kolefnisjafna Faxaflóahafnir losunina frá skipunum með því að planta skógi í landi Klafastaða í Hvalfjarðarsveit í samstarfi við Skógræktina. Faxaflóahafnir eru jafnframt eitt 130 fyrirtækja á Íslandi sem hafa skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við Parísarsamkomulagið.

Nýtt efni

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …