Samfélagsmiðlar

Fjórir vilja leiða Samtök ferðaþjónustunnar

Nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi SAF í næstu viku og einnig verða kjörnir fjórir stjórnarmenn.

Forsvarsfólk aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar mun hafa úr fjórum frambjóðendum velja þegar kemur að formannskosningu á aðalfundi samtakanna næstkomandi miðvikudag. En Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, tilkynnti fyrir mánuði síðan að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Í framhaldinu gaf Þórir Garðarsson, núverandi varaformaður og framkvæmdastjóri Gray Line, út að hann sæktist eftir formannsstólnum og stuttu síðar bauð Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI, sig fram. Framboðsfrestur rann út í dag og samkvæmt frétt á heimsíðu SAF þá sækjast þeir Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, og Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Rauðku, einnig eftir formannsembættinu.

Auk formannaskosningarinnar þá verða fjórir nýir valdir í sjö manna stjórn SAF á aðalfundinum. Átta forkólfar íslenskra ferðaþjónustufyrirækja sækjast eftir þeim sætum og þau eru Björg Dan Róbertsdóttir framkvæmdastjóri TREX, Gunnar Rafn Birgisson eigandi Atlantik ferðaskrifstofu, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, Hendrik Berndsen stjórnarformaður Hertz, Ívar Ingimarsson stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Óseyri, Jakob Einar Jakobsson framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar, Ólöf R. Einarsdóttir eigandi Mountaineers of Iceland og Sævar Freyr Sigurðsson stofnandi og eigandi Saga Travel.

Þau Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandair Group, sitja nú þegar í stjórn SAF, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi samtakanna árið 2017.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …