Krefjandi mánuður hjá WOW

Annan mánuðinn í röð flutti WOW air fleiri farþega en Icelandair. Forstjórinn segir veðurfarið í febrúar hafa verið erfitt.

wow gma Friðrik Örn Hjaltested
Myndir: Friðrik Örn Hjaltested / WOW

WOW air flutti 199 þúsund farþega til og frá landinu í febrúar eða um 19% fleiri farþega en í febrúar árið 2017. Aukningin nemur 19 prósentum. Til samanburðar þá voru farþegar Icelandair um 191 þúsund í febrúar eða um 8 þúsund færri en hjá WOW air. Í janúar var WOW einnig stærra en Icelandair í farþegum talið.

Í síðasta mánuði drógst framboð hjá Icelandair saman um 1% en jókst hjá WOW um 17% eða litlu minna en aukningin var í fjölda farþega. Í tilkynningu frá WOW er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW, að febrúar hafi verið krefjandi mánuður sökum veðurs.

Farþegaspá Isavia gerði ráð fyrir að 92 þúsund viðbótarfarþegar færu um Leifsstöð í febrúar en niðurstaðan var 57 þúsund. Af þeirri aukningu stóð WOW air undir rúmum helmingi en aftur á móti fækkaði farþegum Icelandair um 10 þúsund í nýliðnum mánuði.