Nýtt flugfélag í Akureyrarflugið frá Bretlandi

Forsvarsmenn Super Break eru í viðræðum við breskt flugfélag um að leysa af hólmi Enter Air sem hefur ferjað farþega ferðaskrifstofunnar til Akureyrar síðustu vikur.

MYND: VISIT NORTH ICELAND

Í janúar fjölgaði farþegum á Akureyrarflugvelli um þriðjung og gistinóttum á norðlenskum hótelum 60 prósent. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu skrifast að mestu leyti á norðurljósaferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar en síðustu 7 vikur hafa hópar á vegum fyrirtækisins flogið beint frá Bretlandi til Akureyrar og ferðast um Norðurland.

Íslandsreisa tveggja hópa hefur hins vegar hafist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugmenn hins pólska Enter Air, sem sér um flugið fyrir Super Break, hafa ákveðið að hætta við lendingu á Akureyri vegna vonskuveðurs og þess í stað haldið til Keflavíkurflugvallar.

Nú hafa forsvarsmenn Super Break fundið breskt flugfélag til að sjá um að ferja Bretanna til Akureyrar næsta vetur eins og fram kemur í viðtali Markaðsstofu Norðurlands við Hagan og sjá má hér fyrir neðan. Þar fer hann hefur gang mála í Íslandsferðunum, móttökurnar fyrir norðan og ýmislegt fleira sem viðkemur þessum ferðum sem hafa greinilega verið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna fyrir norðan.