Óska eftir pizzum fyrir flugfarþega

Sérstaklega er sóst eftir aðilum sem leita í ítalska matarmenningu til að selja tengifarþegum mat á milli flugferða.

Mynd: Igor Ovsyannykov / Unsplash

Í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eiga margir tengifarþegar leið og kannanir meðal þessa farþegahóps hafa sýnt að þeir vilja helst einfalda matvöru sem er tilbúin á skömmum tíma. Til að mynda pizzur og salöt og eru þessar óskir hafðar að leiðarljósi í útboði á aðstöðu fyrir matsölu á þessu svæði sem nú er hafið samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Isavia.

Þar kemur jafnframt fram að í vali á veitingafólki verði notast við samkeppnisviðræður og síðan samið við þann aðila sem skilar að endingu inn besta tilboðinu. Þar segir jafnframt að farþegaspá fyrirtækisins gerir ráð fyrir að ríflega 10 milljón farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Það eru 18% fleiri en í fyrra og verður fjölgunin mest á meðal skiptifarþega, sem millilenda einvörðungu á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en því er spá að þeir verði þriðjungi fleiri í ár en í fyrra. Nýja veitingaaðstaðan í suðurbyggingu flugstöðvarinnar verður liður í aukinni þjónustu við þessa ferðalanga.

Nánari upplýsingar um útboðið sjálft og útboðsgögn vegna þess má finna á heimasíðu Keflavíkurflugvallar.