Samfélagsmiðlar

Reyna að ná til þeirra ferðamanna sem vilja meira fyrir peninginn

„Þetta er ekki bara vinnan okkar heldur lífstíll og við viljum deila honum með viðskipavinum okkar á bestan mögulega máta," segir Ryan Connolly hjá Hidden Iceland. Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um gang mála hjá fyrirtækinu.

Úr ferð Hidden Iceland um Sólheimajökul. Til hægri eru stofnendur fyrirtækisins, þau Scott, Dagný og Ryan.

 

Hver var ástæðan fyrir stofnun Hidden Iceland og hver er sérstaða ykkar?

Við stofnuðum Hidden Iceland vegna þess að mikill fjöldi ferðaskipuleggjenda leitast eingöngu eftir því að hámarka fjölda ferðamanna í hverri ferð. Stórum hópum er ferjað á lítil landsvæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna og slíkt bitnar ávallt á upplifun ferðamannsins og kemur jafnvel niður á öryggi. Fyrir þá sem koma til Íslands í leit að einstakri upplifun þá er þetta óviðunandi að okkar mati. Við viljum að þeir sem sæki landið heim fari héðan með einstaka lífsreynslu í farteskinu með það fyrir augum að koma aftur til þess að sjá enn meira.

Sem reynslumiklir jöklaleiðsögumenn og heimamenn með ólíkan bakrunn, meðal annars úr jarðfræði, eðlisfræði og hönnun, settum ég, Dagný Björg og Scott okkur það markmið að kynna ferðamönnum fyrir hinum stórkostlegu stöðum sem laða fólk hingað en við förum einnig á staði sem eru úr alfaraleið. Þar gefst viðskipavinum okkar gefst tækifæri til þess að njóta og upplifa ósnortna íslenska náttúru, fjarri mannfjöldanum.

Í virkari ferðunum okkar þar sem við förum til að mynda í jöklagöngur er kunnátta og þjálfun leiðsögumannana nýtt til fulls til þess að kanna ósnortna hluta jökullandslagsins án þess að fara sér að voða. Í skoðunarferðunum okkar um Snæfellsnes eða Gullna hringinn er staðbundin þekking lykilinn að ákveðnum viðkomustöðum. Sem dæmi er æðislegt að baða sig í „Secret Lagoon“ við sólarupprás á veturna.

Við getum að sjálfsögðu aldrei lofað því að viðskiptavinir okkar verði þeir einu á þessum vinsælu viðkomustöðum, sérstaklega yfir sumartímann, en við getum ábyrgst það að leiðsögumennirnir geri hverja ferð raunverulega þess virði. Leiðsögumenn okkar eru reyndir og ástríðufullir fyrir því sem þeir gera og ferðast með viðskiptavini okkar eins og um vini og fjölskyldu væri að ræða. Í sérferðunum fær reynsla okkar að njóta sín enn frekar en þar sérsniðum við ferðina að óskum viðskiptavina okkar og heimsækjum fleiri staði sem eru úr alfaraleið.

Hvaðan koma viðskiptavinirnir?

Þeir eru að mestu frá Bandaríkunum, Kanada og Bretlandi en einnig eru margir frá Ástralíu, Frakklandi og Þýskalandi.

Bóka þeir sjálfir eða fáið þið mikið af hópum?

Viðskiptavinir okkar eru einna mest einstaklingar, pör eða fjölskyldur. Á teikniborðinu er samstarf við erlendar ferðaskifstofur sem benda hópum í átt til okkar en það er einungis smá brot af okkar starfsemi. Þrátt fyrir að fá fyrirspurnir um sérferðir fyrir stærri hópa eru það að mestu minni hópar eða fjölskyldur og þar verður upplifunin og ferlið persónulegra.

Íslenski markaðurinn mun vera krefjandi um þessar mundir. Finnið þið fyrir því?

Það fer allt eftir því hvernig á það litið enda er ferðaþjónustan í blóma því viðskiptavinirnir eru fleiri en áður. En á sama tíma er samkeppnin harðari og margir ferðaskipuleggjendur fara þá leið að lækka verð niður í nánast ekkert. Bjóða þá upp á ferðir um vinsælu viðkomustaðina og engu er bætt við. Margir ferðamenn sækja í þetta á meðan aðrir vilja fá meira fyrir peninginn. Það reynir því á okkur að ná í þennan hóp og bjóða honum upplifunina sem hann er að vonast eftir. Það þarf líka að hafa það í huga þegar ferðirnar eru verðlagðar að það er kostnaðarsamt að ferðast til Íslands en engu að síður koma ferðamennirnir því þeir líta svo á að ferðin sé peninganna virði.

Hvernig verður Hidden Iceland eftir 5 ár?

Einkunarorð okkar er að halda hópunum okkur litlum og fara frá hverjum viðkomustað eins og við komum að honum enda erum við vistvænt fyrirtæki. Þrátt fyrir aukna eftirspurn munum við ekki stækka hópana okkar eða bæta við mörgum brottförum á dag. Hins vegar viljum við frekar teygja úr okkur og bjóða upp á ferðir um aðra landshluta. Til dæmis munum við skoða það að bjóða upp á ferðir um Vestfirðina nú í sumar. Önnur markmið sem við höfum sett okkur er að bjóða upp á jöklaferðir fyrir austan sem eru ekki hluti af skipulagðri dagsferð og eins viljum vinna nánar með gistiheimilum og ferðaþjónustuaðilum til þess að bjóða upp á lengri ferðir.

www.hiddeniceland.is

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …