Samfélagsmiðlar

Reyna að ná til þeirra ferðamanna sem vilja meira fyrir peninginn

„Þetta er ekki bara vinnan okkar heldur lífstíll og við viljum deila honum með viðskipavinum okkar á bestan mögulega máta," segir Ryan Connolly hjá Hidden Iceland. Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um gang mála hjá fyrirtækinu.

Úr ferð Hidden Iceland um Sólheimajökul. Til hægri eru stofnendur fyrirtækisins, þau Scott, Dagný og Ryan.

 

Hver var ástæðan fyrir stofnun Hidden Iceland og hver er sérstaða ykkar?

Við stofnuðum Hidden Iceland vegna þess að mikill fjöldi ferðaskipuleggjenda leitast eingöngu eftir því að hámarka fjölda ferðamanna í hverri ferð. Stórum hópum er ferjað á lítil landsvæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna og slíkt bitnar ávallt á upplifun ferðamannsins og kemur jafnvel niður á öryggi. Fyrir þá sem koma til Íslands í leit að einstakri upplifun þá er þetta óviðunandi að okkar mati. Við viljum að þeir sem sæki landið heim fari héðan með einstaka lífsreynslu í farteskinu með það fyrir augum að koma aftur til þess að sjá enn meira.

Sem reynslumiklir jöklaleiðsögumenn og heimamenn með ólíkan bakrunn, meðal annars úr jarðfræði, eðlisfræði og hönnun, settum ég, Dagný Björg og Scott okkur það markmið að kynna ferðamönnum fyrir hinum stórkostlegu stöðum sem laða fólk hingað en við förum einnig á staði sem eru úr alfaraleið. Þar gefst viðskipavinum okkar gefst tækifæri til þess að njóta og upplifa ósnortna íslenska náttúru, fjarri mannfjöldanum.

Í virkari ferðunum okkar þar sem við förum til að mynda í jöklagöngur er kunnátta og þjálfun leiðsögumannana nýtt til fulls til þess að kanna ósnortna hluta jökullandslagsins án þess að fara sér að voða. Í skoðunarferðunum okkar um Snæfellsnes eða Gullna hringinn er staðbundin þekking lykilinn að ákveðnum viðkomustöðum. Sem dæmi er æðislegt að baða sig í „Secret Lagoon“ við sólarupprás á veturna.

Við getum að sjálfsögðu aldrei lofað því að viðskiptavinir okkar verði þeir einu á þessum vinsælu viðkomustöðum, sérstaklega yfir sumartímann, en við getum ábyrgst það að leiðsögumennirnir geri hverja ferð raunverulega þess virði. Leiðsögumenn okkar eru reyndir og ástríðufullir fyrir því sem þeir gera og ferðast með viðskiptavini okkar eins og um vini og fjölskyldu væri að ræða. Í sérferðunum fær reynsla okkar að njóta sín enn frekar en þar sérsniðum við ferðina að óskum viðskiptavina okkar og heimsækjum fleiri staði sem eru úr alfaraleið.

Hvaðan koma viðskiptavinirnir?

Þeir eru að mestu frá Bandaríkunum, Kanada og Bretlandi en einnig eru margir frá Ástralíu, Frakklandi og Þýskalandi.

Bóka þeir sjálfir eða fáið þið mikið af hópum?

Viðskiptavinir okkar eru einna mest einstaklingar, pör eða fjölskyldur. Á teikniborðinu er samstarf við erlendar ferðaskifstofur sem benda hópum í átt til okkar en það er einungis smá brot af okkar starfsemi. Þrátt fyrir að fá fyrirspurnir um sérferðir fyrir stærri hópa eru það að mestu minni hópar eða fjölskyldur og þar verður upplifunin og ferlið persónulegra.

Íslenski markaðurinn mun vera krefjandi um þessar mundir. Finnið þið fyrir því?

Það fer allt eftir því hvernig á það litið enda er ferðaþjónustan í blóma því viðskiptavinirnir eru fleiri en áður. En á sama tíma er samkeppnin harðari og margir ferðaskipuleggjendur fara þá leið að lækka verð niður í nánast ekkert. Bjóða þá upp á ferðir um vinsælu viðkomustaðina og engu er bætt við. Margir ferðamenn sækja í þetta á meðan aðrir vilja fá meira fyrir peninginn. Það reynir því á okkur að ná í þennan hóp og bjóða honum upplifunina sem hann er að vonast eftir. Það þarf líka að hafa það í huga þegar ferðirnar eru verðlagðar að það er kostnaðarsamt að ferðast til Íslands en engu að síður koma ferðamennirnir því þeir líta svo á að ferðin sé peninganna virði.

Hvernig verður Hidden Iceland eftir 5 ár?

Einkunarorð okkar er að halda hópunum okkur litlum og fara frá hverjum viðkomustað eins og við komum að honum enda erum við vistvænt fyrirtæki. Þrátt fyrir aukna eftirspurn munum við ekki stækka hópana okkar eða bæta við mörgum brottförum á dag. Hins vegar viljum við frekar teygja úr okkur og bjóða upp á ferðir um aðra landshluta. Til dæmis munum við skoða það að bjóða upp á ferðir um Vestfirðina nú í sumar. Önnur markmið sem við höfum sett okkur er að bjóða upp á jöklaferðir fyrir austan sem eru ekki hluti af skipulagðri dagsferð og eins viljum vinna nánar með gistiheimilum og ferðaþjónustuaðilum til þess að bjóða upp á lengri ferðir.

www.hiddeniceland.is

Nýtt efni

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …