Samfélagsmiðlar

Reyna að ná til þeirra ferðamanna sem vilja meira fyrir peninginn

„Þetta er ekki bara vinnan okkar heldur lífstíll og við viljum deila honum með viðskipavinum okkar á bestan mögulega máta," segir Ryan Connolly hjá Hidden Iceland. Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um gang mála hjá fyrirtækinu.

Úr ferð Hidden Iceland um Sólheimajökul. Til hægri eru stofnendur fyrirtækisins, þau Scott, Dagný og Ryan.

 

Hver var ástæðan fyrir stofnun Hidden Iceland og hver er sérstaða ykkar?

Við stofnuðum Hidden Iceland vegna þess að mikill fjöldi ferðaskipuleggjenda leitast eingöngu eftir því að hámarka fjölda ferðamanna í hverri ferð. Stórum hópum er ferjað á lítil landsvæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna og slíkt bitnar ávallt á upplifun ferðamannsins og kemur jafnvel niður á öryggi. Fyrir þá sem koma til Íslands í leit að einstakri upplifun þá er þetta óviðunandi að okkar mati. Við viljum að þeir sem sæki landið heim fari héðan með einstaka lífsreynslu í farteskinu með það fyrir augum að koma aftur til þess að sjá enn meira.

Sem reynslumiklir jöklaleiðsögumenn og heimamenn með ólíkan bakrunn, meðal annars úr jarðfræði, eðlisfræði og hönnun, settum ég, Dagný Björg og Scott okkur það markmið að kynna ferðamönnum fyrir hinum stórkostlegu stöðum sem laða fólk hingað en við förum einnig á staði sem eru úr alfaraleið. Þar gefst viðskipavinum okkar gefst tækifæri til þess að njóta og upplifa ósnortna íslenska náttúru, fjarri mannfjöldanum.

Í virkari ferðunum okkar þar sem við förum til að mynda í jöklagöngur er kunnátta og þjálfun leiðsögumannana nýtt til fulls til þess að kanna ósnortna hluta jökullandslagsins án þess að fara sér að voða. Í skoðunarferðunum okkar um Snæfellsnes eða Gullna hringinn er staðbundin þekking lykilinn að ákveðnum viðkomustöðum. Sem dæmi er æðislegt að baða sig í „Secret Lagoon“ við sólarupprás á veturna.

Við getum að sjálfsögðu aldrei lofað því að viðskiptavinir okkar verði þeir einu á þessum vinsælu viðkomustöðum, sérstaklega yfir sumartímann, en við getum ábyrgst það að leiðsögumennirnir geri hverja ferð raunverulega þess virði. Leiðsögumenn okkar eru reyndir og ástríðufullir fyrir því sem þeir gera og ferðast með viðskiptavini okkar eins og um vini og fjölskyldu væri að ræða. Í sérferðunum fær reynsla okkar að njóta sín enn frekar en þar sérsniðum við ferðina að óskum viðskiptavina okkar og heimsækjum fleiri staði sem eru úr alfaraleið.

Hvaðan koma viðskiptavinirnir?

Þeir eru að mestu frá Bandaríkunum, Kanada og Bretlandi en einnig eru margir frá Ástralíu, Frakklandi og Þýskalandi.

Bóka þeir sjálfir eða fáið þið mikið af hópum?

Viðskiptavinir okkar eru einna mest einstaklingar, pör eða fjölskyldur. Á teikniborðinu er samstarf við erlendar ferðaskifstofur sem benda hópum í átt til okkar en það er einungis smá brot af okkar starfsemi. Þrátt fyrir að fá fyrirspurnir um sérferðir fyrir stærri hópa eru það að mestu minni hópar eða fjölskyldur og þar verður upplifunin og ferlið persónulegra.

Íslenski markaðurinn mun vera krefjandi um þessar mundir. Finnið þið fyrir því?

Það fer allt eftir því hvernig á það litið enda er ferðaþjónustan í blóma því viðskiptavinirnir eru fleiri en áður. En á sama tíma er samkeppnin harðari og margir ferðaskipuleggjendur fara þá leið að lækka verð niður í nánast ekkert. Bjóða þá upp á ferðir um vinsælu viðkomustaðina og engu er bætt við. Margir ferðamenn sækja í þetta á meðan aðrir vilja fá meira fyrir peninginn. Það reynir því á okkur að ná í þennan hóp og bjóða honum upplifunina sem hann er að vonast eftir. Það þarf líka að hafa það í huga þegar ferðirnar eru verðlagðar að það er kostnaðarsamt að ferðast til Íslands en engu að síður koma ferðamennirnir því þeir líta svo á að ferðin sé peninganna virði.

Hvernig verður Hidden Iceland eftir 5 ár?

Einkunarorð okkar er að halda hópunum okkur litlum og fara frá hverjum viðkomustað eins og við komum að honum enda erum við vistvænt fyrirtæki. Þrátt fyrir aukna eftirspurn munum við ekki stækka hópana okkar eða bæta við mörgum brottförum á dag. Hins vegar viljum við frekar teygja úr okkur og bjóða upp á ferðir um aðra landshluta. Til dæmis munum við skoða það að bjóða upp á ferðir um Vestfirðina nú í sumar. Önnur markmið sem við höfum sett okkur er að bjóða upp á jöklaferðir fyrir austan sem eru ekki hluti af skipulagðri dagsferð og eins viljum vinna nánar með gistiheimilum og ferðaþjónustuaðilum til þess að bjóða upp á lengri ferðir.

www.hiddeniceland.is

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …