Sameinast um hvalaskoðun fyrir norðan

Forsvarsfólk Hvalaskoðunar Akureyrar og Ambassador mun ætla að sameina krafta sína á Akureyri.

Fleyið Hólmasól í hvalaskoðun. Mynd: Elding/Hvalaskoðun Akureyrar

Nú er unnið að því að leggja lokahönd á sameiningu Hvalaskoðunar Akureyrar og Ambassador, sem jafnframt býður upp á hvalaskoðun frá höfuðstað Norðurlands. Þetta herma heimildir Túrista og mun rekstur sameinaðs fyrirtækis verða í höndum Hvalaskoðunar Akureyrar sem er dótturfyrirtæki Eldingar, stærsta hvalaskoðunarfyrirtækis landsins.

Bæði Hvalaskoðun Akureyrar og Ambassador bjóða í dag upp á daglegar ferðir út á Eyjafjörð allt árið um kring.