Sumarhús á Jótlandi

Pakkaferðir með Icelandair til Danmerkur.

Úr sumarhúsi á vegum Lalandia. Mynd: Lalandia
Kynning

Sumarhús í Danmörku er frábært fjölskyldufrí, fallegt umhverfi, góð aðstaða og fjölbreytt afþreying fyrir börn og fullorðna.

Bjóðum pakkaferðir til Lalandia sem er ekki langt frá Billund. Lágmarksdvöl er 3 nætur og hámarksdvöl 14 nætur. Pakkarnir miðast við brottfarir frá Keflavík til Billund frá 1.júní til 15. september 2019.

Verð á mann í 3 nætur í september:

2 í húsi frá 80.500.-
3 í húsi frá 62.667.-
4 í húsi frá 53.750.-
5 í húsi frá 55.440.-
6 í húsi frá 50.700.-
7 í húsi frá 47.315.-
8 í húsi frá 44.775.-

Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Húsið fæst afhent á komudegi kl. 15.00 og þarf að skila því af sér kl. 10.00 á brottfarardegi. Hægt er að leigja sængurver og er það greitt á staðnum (dkk 85 á mann). Rafmagn og hiti fyrir húsin greiðast aukalega á staðnum. Eitt til tvö bílastæði eru fyrir framan hvert hús, fer eftir stærð húsa. Greitt er á staðnum fyrir bílastæði við Lalandia Centre. Legoland, sem er sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn er í næsta nágrenni við Lalandia.

Kíktu á heimasíðu Icelandair til að fá nánari upplýsingar og til að bóka ferðina.