Þrír eftir í formannskjörinu

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í fyrramálið og þar verður nýr formaður valinn og fjórir nýir stjórnarmeðlimir.

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Island.is

Þegar framboðsfrestur til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar rann út í síðustu viku höfðu borist fjögur framboð í formannssætið. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Rauðku, hefur hins vegar dregið sitt framboð tilbaka. Forsvarsfólk aðildarfélaga SAF mun því velja á milli þeirra Bjarnheiðar Hallsdóttur, Margeirs Vilhjálmssonar og Þóris Garðarssonar til að leiða samtökin næstu tvö ár líkt og kemur fram á heimasíðu samtakanna en þar má líka nálgast kynningu á frambjóðendunum.

Auk kosninga til formanns þá verða fjórir valdir til að taka sæti í stjórn SAF en átta eru í framboði.