Vinningshafinn í ferðaleik Icelandair

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til Kansas City.

Frá Kansas City. Mynd: Icelandair

Í sumarbyrjun hefur Icelandair áætlunarflug til bandarísku borgarinnar Kansas City og verður borgin einn 23 áfangastaða flugfélagsins í Norður-Ameríku. Í tilefni af fluginu til Kansas þá efndi Icelandair til ferðaleiks á síðum Túrista þar sem lagðar voru þrjár spurningar fyirr lesendur síðunnar. Fyrst var spurt hvaða þrjá daga vikunnar þotur Icelandair fljúga til Kansas City og rétta svarið er þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Önnur spurningin snéri að dagsetningu jómfrúarferðarinnan til Kansas City en hún er á dagskrá 25. maí. Að lokum var spurt um íbúarfjöldann í Kansas og rétta svarið þar er 481.400 íbúar.

Dregið var úr réttum svörum og það var nafn Stefáns Ólafssonar sem kom upp úr pottinum.

Túristi óskar Stefáni góðrar ferðar til Kansas City og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ferðaleiknum.