Samfélagsmiðlar

Bestu og verstu bílaleigurnar

Það eru ófáir sem vilja eða þurfa hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni. Fyrir þann hóp gæti reynt gott að hafa til hliðsjónar niðurstöður breskrar athugunar á hvaða bílaleigufyrirtæki standa sig best.

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Stór hluti þeirra kvartana sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni snýr að bílaleigum og hefur Evrópusambandið lagt hart að stjórnendum stærstu bílaleiga í heimi að bæta ráð sitt. Sérstaklega þykir það einkennilegt að alþjóðleg fyrirtæki láti ferðafólk undirrita samninga á tungumálum sem það ekki skilur í stað þess að hafa alla pappíra á ensku. Eins hefur mat starfsmanna bílaleiganna á tjónum of oft reynst vafasamt og svo mætti áfram telja.

Til að draga úr líkunum á því að breskir ferðamenn eigi í viðskiptum við bílaleigur sem ekki eru til fyrirmyndar þá birta bresku neytendasamtökin Which? árlega lista yfir þau fyrirtæki sem bera af og þau sem varla teljast boðleg. Í ár er það bílaleigan Enterprise sem hlýtur nafnbótina besta bílaleigufyrirtæki í heimi og segir í niðurstöðum dómnefndar að verðskrá Enterprise sé skýr, afhending ökutækja sé snuðrulaus, bílarnir góðir og starfsmennirnir brosandi. Þess má geta að Kynnisferðir reka bílaleigu Enterprise á Íslandi.

Samkvæmt Which? er það Avis sem er umsvifamesta bílaleigan enda bjóði fyrirtækið samkeppnishæf verð og góða bíla. Breskir neytendur eru hins vegar varaðir við óskýrum reikningum sem berist frá Avis eftir að leigutíma lýkur. Thrifty er hins vegar sú leiga sem Which? mælir með fyrir þá sem vilja fá sem bílinn sem ódýrastan.

Versta bílaleigufyrirtækið er aftur á móti Interrent að mati Which? og tekið er sérstaklega fram að meira að segja Goldcar standi sig betur og mun þá mikið vera sagt. En Goldcar þekkja vafalítið margir sem hafa leigt bíl á Spáni síðastliðin ár. Og þar sem margir Íslendingar ferðast til Kanarí og Tenerife þessi misserin þá má nefna að bílaleigan Autoreisen er nefnd sérstaklega fyrir framúrskarandi þjónustu á Kanaríeyjum.

Á netinu finnst urmull af heimasíðum sem sérhæfa sig í að bera saman tilboð á bílaleigubílum. Í könnun Which? er það Zest Car Rental sem þykir standa sig best í að finna bestu tilboðin og útskýra muninn á því sem bílaleigurnar hafa upp á að bjóða. Þar á eftir kemur Rentalcars og í þriðja sæti er Auto Europe.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …