Samfélagsmiðlar

Boðar sérstakt gjald á ferðamenn frá árinu 2020

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og þar er reiknað með tekjum af sérstöku gjaldi á ferðafólk líkt og kemur fram í stjórnarsáttmálaunum. Gjaldtakan sem þar er boðuð var þó sögð leiða til hækkandi farmiðaverðs í innanlandsflugi þegar frumvarp um náttúrupassa var lagt fram fyrir fjórum árum síðan.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Ný gjaldtaka af ferðafólki hefst á þarnæsta ári og gert er ráð fyrir að tekjur af henni verði um 2,5 milljarðar á ári samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Aðspurður um þetta nýja gjald sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum RÚV, að útfærslan lægi ekki fyrir. „[F]rá árinu 2020 verði komið til framkvæmda nýtt kerfi sem að við ætlum að nýta tímann vel til þess að ákveða,“ sagði fjármálaráðherra. Til samanburðar má nefna að fjárlög þessa árs gera ráð fyrir að gistináttagjaldið, sem var þrefaldað í fyrra, skili hinu opinbera nærri einum og hálfum milljarði. Í núverandi stjórnarsáttmála er rætt um að tekjur af gistináttaskattinum renni til sveitarfélaga.

Þetta verður í þriðja skipti sem Bjarni Benediktsson, sem fjármálaráðherra eða forsætisráðherra, mælir fyrir sérstökum álögum á ferðaþjónustu. Fyrst var það náttúrupassinn og í fyrra lagði ríkisstjórn hans til að ferðaþjónustan færi upp í efra þrep virðisaukaskatts. Hvorug tillagan hlaut brautargengi og í sáttmála ríkisstjórnarinnar er tekið sérstaklega fram að áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði lögð til hliðar. Þar segir jafnframt að aðrar leiðir til gjaldtöku verði kannaðar í samráði við greinina, meðal annars möguleikar á álagningu komu- eða brottfarargjalds.

Leiðir til minni eftirspurnar eftir innanlandsflugi

Hvort sú aðferð verði fyrir valinu á eftir að koma í ljós en þegar frumvarp um náttúrupassa var lagt fram árið 2014 þá voru tilgreindar fjórar aðrar leiðir til að auka álögur á ferðafólk. Ein þeirra var sérstakt komu- og brottfarargjald en í texta frumvarpsins sagði að ókosturinn við gjaldið væri sá að ekki væri hægt að gera undanþágu varðandi innanlandsflug vegna þeirra reglna sem gilda innan EES-svæðisins. „Jafnframt má benda á að ef farin yrði sú leið að leggja skatt á innanlands- og millilandaflug mun sá skattur að öllu óbreyttu skila sér út í verðlagið og leiða til minni eftirspurnar, sérstaklega í innanlandsflugi, en nú þegar njóta nokkrar leiðir innanlands ríkisaðstoðar þar sem án hennar væri erfitt að halda uppi flugi,“ sagði jafnframt í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þáverandi ráðherra ferðamála. Hvort þau rök eigi ennþá við á eftir að koma í ljós en gera má ráð fyrir að þessar Evrópureglur séu ennþá í gildi því nýverið hafa bæði Svíar og Norðmenn lagt á sérstakan flugskatt og er hann innheimtur af bæði innanlands- og millilandaflugi.

Sókn í uppbyggingu á friðlýstum svæðum

Í fjármálaáætluninni sem nær til 2023 er gert ráð fyrir að ríflega 2,8 milljörðum verði varið til uppbyggingar á innviðum og öðrum verkefnum á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands. „Með úthlutuninni er blásið til sóknar í uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðumfjármálaáætluninni,“ segir áætluninni. Þar kemur jafnframt fram að heildarútgjöld til ferðaþjónustu muni lækka úr 2,2 í 1,6 milljarð á næstu fimm árum.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …