Samfélagsmiðlar

Boðar sérstakt gjald á ferðamenn frá árinu 2020

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og þar er reiknað með tekjum af sérstöku gjaldi á ferðafólk líkt og kemur fram í stjórnarsáttmálaunum. Gjaldtakan sem þar er boðuð var þó sögð leiða til hækkandi farmiðaverðs í innanlandsflugi þegar frumvarp um náttúrupassa var lagt fram fyrir fjórum árum síðan.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Ný gjaldtaka af ferðafólki hefst á þarnæsta ári og gert er ráð fyrir að tekjur af henni verði um 2,5 milljarðar á ári samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Aðspurður um þetta nýja gjald sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum RÚV, að útfærslan lægi ekki fyrir. „[F]rá árinu 2020 verði komið til framkvæmda nýtt kerfi sem að við ætlum að nýta tímann vel til þess að ákveða,“ sagði fjármálaráðherra. Til samanburðar má nefna að fjárlög þessa árs gera ráð fyrir að gistináttagjaldið, sem var þrefaldað í fyrra, skili hinu opinbera nærri einum og hálfum milljarði. Í núverandi stjórnarsáttmála er rætt um að tekjur af gistináttaskattinum renni til sveitarfélaga.

Þetta verður í þriðja skipti sem Bjarni Benediktsson, sem fjármálaráðherra eða forsætisráðherra, mælir fyrir sérstökum álögum á ferðaþjónustu. Fyrst var það náttúrupassinn og í fyrra lagði ríkisstjórn hans til að ferðaþjónustan færi upp í efra þrep virðisaukaskatts. Hvorug tillagan hlaut brautargengi og í sáttmála ríkisstjórnarinnar er tekið sérstaklega fram að áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði lögð til hliðar. Þar segir jafnframt að aðrar leiðir til gjaldtöku verði kannaðar í samráði við greinina, meðal annars möguleikar á álagningu komu- eða brottfarargjalds.

Leiðir til minni eftirspurnar eftir innanlandsflugi

Hvort sú aðferð verði fyrir valinu á eftir að koma í ljós en þegar frumvarp um náttúrupassa var lagt fram árið 2014 þá voru tilgreindar fjórar aðrar leiðir til að auka álögur á ferðafólk. Ein þeirra var sérstakt komu- og brottfarargjald en í texta frumvarpsins sagði að ókosturinn við gjaldið væri sá að ekki væri hægt að gera undanþágu varðandi innanlandsflug vegna þeirra reglna sem gilda innan EES-svæðisins. „Jafnframt má benda á að ef farin yrði sú leið að leggja skatt á innanlands- og millilandaflug mun sá skattur að öllu óbreyttu skila sér út í verðlagið og leiða til minni eftirspurnar, sérstaklega í innanlandsflugi, en nú þegar njóta nokkrar leiðir innanlands ríkisaðstoðar þar sem án hennar væri erfitt að halda uppi flugi,“ sagði jafnframt í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þáverandi ráðherra ferðamála. Hvort þau rök eigi ennþá við á eftir að koma í ljós en gera má ráð fyrir að þessar Evrópureglur séu ennþá í gildi því nýverið hafa bæði Svíar og Norðmenn lagt á sérstakan flugskatt og er hann innheimtur af bæði innanlands- og millilandaflugi.

Sókn í uppbyggingu á friðlýstum svæðum

Í fjármálaáætluninni sem nær til 2023 er gert ráð fyrir að ríflega 2,8 milljörðum verði varið til uppbyggingar á innviðum og öðrum verkefnum á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands. „Með úthlutuninni er blásið til sóknar í uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðumfjármálaáætluninni,“ segir áætluninni. Þar kemur jafnframt fram að heildarútgjöld til ferðaþjónustu muni lækka úr 2,2 í 1,6 milljarð á næstu fimm árum.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …