Samfélagsmiðlar

Einn vefur fyrir allt hjá Isavia

Í stað þess að dreifa upplýsingunum á milli ólíkra heimasíðna þá hefur öllu verið safnað saman á einn stað.

Forsíða nýju heimasíðu Isavia.

Nærri 8,8 milljónir farþega áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrra og flettingarnar á heimasíðu flugvallarins eru einnig taldar í milljónum. Færri fara um innanlandsflugvellina en um þá þurfa líka að vera góðar upplýsingar og nú geta farþegar, flugmenn og allir aðrir nálgast helstu upplýsingar um alla íslenska flugvelli á nýjum vef Isavia. Þar eru einnig að finna ýmislegt um starfsemi Isavia. Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, svaraði nokkrum spurningum um vefmál fyrirtækisins.

Hver er tilgangurinn með breytingunni?
Markmiðið er að gera notendavænan vef sem sameinar alla flugvelli Isavia með áherslu á að stórbæta þjónustu við farþega. Við vorum áður að reka þrjá vefi, einn fyrir Keflavíkurflugvöll, annan fyrir Isavia og þriðja fyrir verslanir og veitingar á Keflavíkurflugvelli. Nú geta farþegar um alla flugvelli Isavia farið inná einn öflugan vef með öllum upplýsingum um flugtíma og þjónustu í boði á hverjum stað. Þetta er ekki síst jákvætt til að kynna möguleika í flugi innanlands fyrir þá erlendu ferðamenn sem heimsækja landið í gegnum Keflavíkurflugvöll. Þá er einnig lögð áhersla á betri þjónustu við þá sem þurfa að sækja upplýsingar til Isavia um ástand flugbrauta, veður og aðrar forflugsupplýsingar, og eins þá sem eru að fylgjast með þróun flugs um flugvelli og íslenska flugstjórnarsvæðið.

Hvernig skiptast heimsóknir á heimasíðu Keflavíkurflugvallar á milli íslenska og enska hluta hans?
1,4 milljónir notenda heimsóttu síðuna 4,8 milljón sinnum ef við tökum eitt ár aftur í tímann. 4 milljónir flettinga voru á ensku síðunni á móti 7 milljón flettinga íslensku megin.

Er einhver hluti síðunnar sem kemur þér á óvart hversu mikið hann er lesinn?
Upplýsingar um MNPS tengt flugleiðsögu fær mjög margar heimsóknir. Mjög tæknilegar upplýsingar um aðskilnað flugfara í flugstjórnarsvæði Íslands.

Hafið þið bætt við upplýsingum á síðuna sem voru þar ekki áður?
Mikið af þeim upplýsingum sem eru á síðunni voru til staðar áður. Áherslan er að gera upplýsingarnar aðgengilegri og betri og á skýrari stað á vefnum, eftir því hvort þú ert farþegi eða að sækja upplýsingar um fyrirtækið Isavia. Ein stór nýjung er þó þjónusta sem gerir farþegum kleyft að sjá uppfærslur á komu og brottfarartímum á sínu flugi á Keflavíkurflugvelli í gegnum Facebook Messenger og Twitter. Þetta einfaldar lífið fyrir farþega sem geta fylgst með í snjallsímanum hvenær staða flugs breytist og t.d. byrjað er að hleypa um borð í sínu flugi, seinkanir, aflýsingar o.s.frv. Eins þá höfum við stórbætt þann möguleika að skoða þá áfangastaði sem eru í boði frá Keflavíkurflugvelli, og geta notendur nú séð auðveldlega hvert er flogið, hvaða flugfélög sjá um flug til áfangastaðarins og á hvaða tíma dags.

Hver eru næstu skref með þróun heimasíðunnar?

Næstu skref er að koma messenger og twitter þjónustunni í gagnið á fleiri flugvöllum en einnig bæta enn frekar upplýsingar á síðunni, t.d. gera flugtölfræði aðgengilegri, bæta upplýsingar fyrir ferðamenn um innanlandsflugvelli, kerfið og hvað er í boði út á landi t.d. með Google maps og ýmislegt fleira. Við hvetjum síðan sem flesta til þess að nýta sér nýju messenger og twitter þjónustuna en það er gert með því einfaldlega finna flugið sitt á síðunni og smella á það (Sjá myndband hér fyrir neðan).

En kemur sérstakt app frá Isavia?

Hugmyndir eru um að gera flugvallaapp sem ætti við um alla flugvelli og sem ekki þyrfti endilega að sækja í app verslanirnar heldur sé innbyggt í vafrann. Þarfagreining fer í gang á næstunni.

Notendur vefsíðu Keflavíkurflugvallar geta áfram notast við lénið www.kefairport.is en annars eru allir flugvellir á Íslandi aðgengilegir í gegnum lénið www.isavia.is.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …