Samfélagsmiðlar

Einn vefur fyrir allt hjá Isavia

Í stað þess að dreifa upplýsingunum á milli ólíkra heimasíðna þá hefur öllu verið safnað saman á einn stað.

Forsíða nýju heimasíðu Isavia.

Nærri 8,8 milljónir farþega áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrra og flettingarnar á heimasíðu flugvallarins eru einnig taldar í milljónum. Færri fara um innanlandsflugvellina en um þá þurfa líka að vera góðar upplýsingar og nú geta farþegar, flugmenn og allir aðrir nálgast helstu upplýsingar um alla íslenska flugvelli á nýjum vef Isavia. Þar eru einnig að finna ýmislegt um starfsemi Isavia. Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, svaraði nokkrum spurningum um vefmál fyrirtækisins.

Hver er tilgangurinn með breytingunni?
Markmiðið er að gera notendavænan vef sem sameinar alla flugvelli Isavia með áherslu á að stórbæta þjónustu við farþega. Við vorum áður að reka þrjá vefi, einn fyrir Keflavíkurflugvöll, annan fyrir Isavia og þriðja fyrir verslanir og veitingar á Keflavíkurflugvelli. Nú geta farþegar um alla flugvelli Isavia farið inná einn öflugan vef með öllum upplýsingum um flugtíma og þjónustu í boði á hverjum stað. Þetta er ekki síst jákvætt til að kynna möguleika í flugi innanlands fyrir þá erlendu ferðamenn sem heimsækja landið í gegnum Keflavíkurflugvöll. Þá er einnig lögð áhersla á betri þjónustu við þá sem þurfa að sækja upplýsingar til Isavia um ástand flugbrauta, veður og aðrar forflugsupplýsingar, og eins þá sem eru að fylgjast með þróun flugs um flugvelli og íslenska flugstjórnarsvæðið.

Hvernig skiptast heimsóknir á heimasíðu Keflavíkurflugvallar á milli íslenska og enska hluta hans?
1,4 milljónir notenda heimsóttu síðuna 4,8 milljón sinnum ef við tökum eitt ár aftur í tímann. 4 milljónir flettinga voru á ensku síðunni á móti 7 milljón flettinga íslensku megin.

Er einhver hluti síðunnar sem kemur þér á óvart hversu mikið hann er lesinn?
Upplýsingar um MNPS tengt flugleiðsögu fær mjög margar heimsóknir. Mjög tæknilegar upplýsingar um aðskilnað flugfara í flugstjórnarsvæði Íslands.

Hafið þið bætt við upplýsingum á síðuna sem voru þar ekki áður?
Mikið af þeim upplýsingum sem eru á síðunni voru til staðar áður. Áherslan er að gera upplýsingarnar aðgengilegri og betri og á skýrari stað á vefnum, eftir því hvort þú ert farþegi eða að sækja upplýsingar um fyrirtækið Isavia. Ein stór nýjung er þó þjónusta sem gerir farþegum kleyft að sjá uppfærslur á komu og brottfarartímum á sínu flugi á Keflavíkurflugvelli í gegnum Facebook Messenger og Twitter. Þetta einfaldar lífið fyrir farþega sem geta fylgst með í snjallsímanum hvenær staða flugs breytist og t.d. byrjað er að hleypa um borð í sínu flugi, seinkanir, aflýsingar o.s.frv. Eins þá höfum við stórbætt þann möguleika að skoða þá áfangastaði sem eru í boði frá Keflavíkurflugvelli, og geta notendur nú séð auðveldlega hvert er flogið, hvaða flugfélög sjá um flug til áfangastaðarins og á hvaða tíma dags.

Hver eru næstu skref með þróun heimasíðunnar?

Næstu skref er að koma messenger og twitter þjónustunni í gagnið á fleiri flugvöllum en einnig bæta enn frekar upplýsingar á síðunni, t.d. gera flugtölfræði aðgengilegri, bæta upplýsingar fyrir ferðamenn um innanlandsflugvelli, kerfið og hvað er í boði út á landi t.d. með Google maps og ýmislegt fleira. Við hvetjum síðan sem flesta til þess að nýta sér nýju messenger og twitter þjónustuna en það er gert með því einfaldlega finna flugið sitt á síðunni og smella á það (Sjá myndband hér fyrir neðan).

En kemur sérstakt app frá Isavia?

Hugmyndir eru um að gera flugvallaapp sem ætti við um alla flugvelli og sem ekki þyrfti endilega að sækja í app verslanirnar heldur sé innbyggt í vafrann. Þarfagreining fer í gang á næstunni.

Notendur vefsíðu Keflavíkurflugvallar geta áfram notast við lénið www.kefairport.is en annars eru allir flugvellir á Íslandi aðgengilegir í gegnum lénið www.isavia.is.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …