Samfélagsmiðlar

Ennþá tóbak í flugvélunum

Það má ekki reykja í háloftunum en sum flugfélag hafi þó ennþá tekjur af því að selja sígarettur.

Þó reykingar um borð hafi lengi verið bannaðar þá selja sum flugfélög ennþá sígarettur.

Norska krabbameinsfélagið biðlar nú til forsvarsmanna Norwegian og SAS, tveggja stærstu flugfélaganna þar í landi, um að hætta að sölu á sígarettum sem tollfrjálsum varningi um borð. Tilefni þess að málið komst í hámæli núna er sú staðreynd að hollenska flugfélagið KLM, sem er stórtækt í Noregi, hefur ákveðið að hætta að bjóða tóbak um borð. Í grein norska Dagblaðsins er haft eftir aðalritara krabbameinsfélagsins þar í landi að hún vonist til þess að norsku flugfélögin fylgi fordæmi KLM og annarra norrænna flugfélaga sem hafi hætt þessari sölu. Nefnir hún þar sérstaklega Finnair og Icelandair.

Í frétt Dagblaðsins norska fullyrðir talsmaður SAS að tóbakssalan sé til endurskoðunar en hins vegar segir upplýsingafulltrúi Norwegian að svo lengi sem farþegar sækist eftir þessari vöru þá verði hún á boðstólum.

Sem fyrr segir þá er tóbak ekki til sölu í þotum Icelandair og í svari til Túrista segir Guðjón Arngrímsson, talsmaður félagsins, að þessu hafi verið hætt fyrir allmörgum árum. Svanhvít Friðriksdóttir hjá WOW air segir aðspurð að það hafi verið rætt innan fyrirtæksins að hætta að selja sígarettur um borð en endanlega ákvörðun hafi ekki verið tekin.

Það er aldarfjórðungur liðin frá því að fyrstu reyklausu þotur Icelandair fóru í loftið en það var þann 1. apríl árið 1993. Reykingabannið takmarkaðist þó aðeins við flug félagsins til Norðurlanda og Bretlands og í frétt Morgunblaðsins, þar sem fjallað var um hið nýja reyklausa flug, viðurkennir einn viðmælandi blaðsins að bannið muni hafa áhrif á ferðalög sín. „Ég kem til með að velja flugleiðir þar sem ekki gildir reykbann svo framarlega sem ég næ tengiflugi og ferðatilhögun raskast ekki þeim mun meira. Sem dæmi færi ég frekar til Amsterdam en London fyrst svona er í pottinn búið,“ sagði kona ein í samtali við Morgunblaðið árið 1993. Í grein blaðsins voru svo þessi leiðbeiningar birt fyrir reykingafólk sem var á leið í flug.

Leiðbeiningar til reykingafólks á ferðalögum:
1. Byrjaðu að undirbúa hugann fyrir reyklaust flug nokkrum dögum áð-ur en þú leggur af stað.

2. Þú getur haft með þér fitusnautt og hollt nasl, sem að hluta til kemur í stað tóbaks.

3. Slakaðu á spenntum vöðvum í öxlum og hálsi og andaðu nokkrum sinnum djúpt og rólega.

4.Notaðu hendurnar, t.d. til að ráða krossgátur eða skrifa niður kosti þess að reykja ekki.

5.Stattu upp og teygðu úr þér eins oft og kostur er.

6. Slepptu kaffí og áfengi og drekktu heldur vatn, ávaxtasafa eða mjólk.

7. Verðlaunaðu sjálfa(n) þig eftir reyklaust flug, t.d. með því að fara á góðan veitingastað um kvöldið.

8. Athugaðu möguleikann á að nota reyklaust flug til að hætta loksins að reykja.

9. Það merkilega er að löngun í sígarettu líður hjá fyrr eða síðar. Hvort sem þú reykir hana eða ekki.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …