Sáralítill munur á Icelandair og WOW eftir fyrsta ársfjórðung

Í janúar og febrúar flutti WOW air í fyrsta skipti fleiri farþega en Icelandair en staðan snérist við í mars.

saeti icelandair wow
Myndir: Icelandair og WOW air

Mánaðarlega birta stjórnendur Icelandair og WOW air uppgjör þar sem fram kemur hversu margir farþegarnir voru og hve sætanýtingin var í nýliðnum mánuði. Svona upplýsingar veita líka þau erlendu flugfélög sem skráð eru á hlutabréfamarkað og forsvarsmenn margra þeirra bæta um betur og birta líka hversu vel flugfélögunum tókst að halda áætlun og hverjar tekjur voru á hvern farþega eða floginn kílómetra. Þess háttar upplýsingar fáum við ekki frá íslensku flugfélögunum og því erfitt að geta sér til um hvernig tekjurnar hafa þróast. Það eru þó vísbendingar um að meðalfargjöldin hafi farið lækkandi. Á sama tíma hefur olíuverðið farið hækkandi.

Hvað sem því líður þá er ljóst að í farþegum talið er sáralítill munur á Icelandair og WOW air nú þegar fyrsti fjórðungur ársins er að baki. WOW air, sem tilkynnti eftir uppgjör sín í janúar og febrúar, að félagið væri orðið stærra en Icelandair er það ekki lengur. En munurinn er aðeins 0,3% því farþegar Icelandair voru rétt um 660 þúsund fyrstu þrjá mánuðina á meðan WOW air fór 658 þúsund sátu í þotum WOW air.