Samfélagsmiðlar

Séríslenskt að láta pólitíkina ráða fluginu

Tengsl við stjórnmálaflokk er lykillinn að sæti í stjórn Isavia. Kröfurnar eru aðrar í nágrannalöndunum.

Nýrrar stjórnar Isavia býður það verkefni að bera ábyrgð á miklum framkvæmdum við uppbyggingu Keflavíkurflugvallar en áætlanir eru um að fyrsta áfangi þeirra kosti á bilinu 70 til 90 milljarða.
Í stjórninni sitja (frá vinstri) Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Matthías Imsland, Valdimar Halldórsson, Eva Pandora Baldursdóttir og Ingimundur Sigurpálsson.

Ný fimm manna stjórn Isavia var skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, á ársfundi þessa opinbera hlutafélags á fimmtudaginn. Stjórnina skipa fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja auk eins Pírata og fulltrúa Miðflokksins. Í varastjórninni eru líka fólk sem tengist stjórnmálaflokkunum og mun þessi skipting vera venju samkvæmt. „Það hefur verið hefð fyrir því að þingflokkarnir, skipt eftir stjórnarflokkum og stjórnarandstöðuflokkum, tilnefni einstaklinga í stjórn og varastjórn Isavia.  Stjórn er svo formlega kjörin á aðalfundi af ráðherra, eða í umboði hans,” segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Túrista.

Í Noregi og Svíþjóð heyra stærstu flugvellir landanna tveggja undir ríkisfyrirtækin Avinor og Swedavia. Fyrirkomulagið er því samskonar og hér á landi en pólitík ræður ekki þegar valið er í stjórnir Avinor og Swedavia. Í Svíþjóð er reglan sú að sérstök nefnd skilgreinir þær hæfniskröfur sem gera skal til þeirra sem sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja. Kröfurnar eru m.a. byggðar á starfsemi viðkomandi fyrirtækis, framtíðarverkefnum og samsetningu stjórnar. Í framhaldinu fer í gang ráðningarferli stjórnarmeðlima sem endar með því að stjórn ríkisfyrirtækisins er mynduð. Auk þess fá starfsmenn Swedavia að velja einn úr sínum röðum til að sitja í stjórn og annan til vara. Stjórnarfólkið hefur ekki tengsl við stjórnarmálaflokka samkvæmt því segir í svari Swedavia.

Starfsfólk Avinor í Noregi á þrjá fulltrúa í átta manna stjórn fyrirtækisins en það er samgönguráðuneytið sem skipar hina fimm stjórnarmeðlimina. En ekki út frá störfum fyrir stjórnmálaflokka heldur starfsreynslu og þá sérstaklega úr viðskiptalífinu samkvæmt því sem segir í svari við fyrirspurn Túrista. Í reglugerð um starfsemi Avinor segir að innan stjórnarinnar skuli vera næg þekking til að tryggja að fyrirtækið sýni frumkvæði í rekstri flughafnar sem og í flugöryggismálum. Þetta eru sambærilegar kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum íslenskra fjármálafyrirtækja því þeim ber að hafa þekkingu á þeirri starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar.

Hvort það fólk sem skipar nýja stjórn Isavia myndi uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfsbræðra þeirra í Noregi og Svíþjóð skal ósagt látið. En stjórnina skipa Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og er hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Frá Framsókn kemur Matthías Páll Imsland, fyrrum aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, en honum var vikið úr því starfi árið 2011. Ingimundur og Matthías hafa setið í stjórn Isavia síðustu fjögur ár. Nýju stjórnarmeðlimirnir eru Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fulltrúi VG er Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi þingkona Pírata.

Þau fjögur sem sitja í varastjórn Isavia koma líka úr röðum þessara sömu flokka, þar á meðal er aðstoðarmaður samgönguráðherra og framkvæmdastjóri Vinstri-grænna.

 

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …