Samfélagsmiðlar

Skúli sviptir brátt hulunni af Asíuplaninu

WOW air tekur á móti fjórum niður breiðþotum í lok árs og af orðum forstjórans að dæma þá verða þær meðal annars nýttar í lengri flugferðir austur á bóginn.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi, WOW air horfi í austur þessa dagana.

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hefur ekki farið leynt með áform sín um að hefja flug til Asíu. Ennþá hefur félagið þó ekki tilkynnt um áætlunarferðir þangað en haft var eftir Skúla á Mbl.is í gærkvöld að brátt komi í ljós hvernig sótt verði inn á Asíumarkað. En flugfloti WOW air fer nú ört stækkandi og til að mynda munu 4 breiðþotur bætast við flugflota WOW air í lok árs. Þær eru af gerðinni Airbus 330-900neo og henta vel fyrir flugið austur.

Líkt og áður hefur komið fram þá er mikill áhugi á Íslandsflugi frá Hong Kong en þangað tekur um tólf og hálfan tíma að fljúga á meðan flugtíminn til Peking, höfuðborgar Kína, er tveimur tímum styttri. Sendiherra Kína sagði nýverið að hann vildi sjá bæði kínverskt og íslenskt flugfélag sinna áætlunarflugi milli landanna tveggja en stærstu flugfélög Kína munu í ár hefja áætlunarflug til Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Helsinki. Það er því ekki ólíklegt að Ísland bætist við fyrr en síðar en kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað hratt hér síðustu ár. Og reyndar munu spár yfirvalda þar í landi gera ráð fyrir miklu fleiri Kínverjum á íslenskri grundu innan fárra ára.

WOW air horfir þó ólíklega bara til Kína heldur líka til Japan og jafnvel Indlands. Að fljúga til Nýju-Delhí tekur til að mynda rúma 10 klukkutíma og finnska flugfélagið Finnair, sem er stórtækt í Asíuflugi, flýgur til þriggja áfangastaða í Indlandi á meðan áfangastaðirnir eru sex í Kína og jafnmargir í Japan. Áætlunarferðirnir milli Norðurlanda og Asíu einskorðast því langt því frá aðeins við höfuðborgirnar. WOW gæti séð sér leik á borði með því að fara til fjölmennra svæða í Asíu þar sem framboð á Evrópuflugi er lítið í dag.

Síðustu ár hefur WOW air fjölgað mjög áfangastöðum sínum vestanhafs og til að mynda hefur flugfélagið boðið upp á vetrarflug til bæði Los Angeles og San Francisco síðustu tvo vetur. Í dag er hins vegar ekki hægt að bóka flug með WOW air til þessara tveggja fjölmennustu borga Kaliforníu frá og með næsta nóvember en Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að báðar borgirnar verði hluti af áætlun komandi vetrar hjá flugfélaginu.

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …