Samfélagsmiðlar

Valdi konur frá minnihlutanum til að jafna kynjahlutföllin

Fjármálaráðherra snéri við forgangsröðun Pírata í stjórn Isavia og tryggði þannig karlframbjóðendum stjórnarflokkana sín sæti.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fer með hlut ríkissins í Isavia.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, skipaði nýja stjórn Isavia á ársfundi ríkisfyrirtækisins í lok síðustu viku. Venju samkvæmt eru allir fimm stjórnarmeðlimirnir skipaðir pólitískt en þess háttar tíðkast ekki hjá ríkisfyrirtækjunum sem reka flugvellina í nágrannalöndunum.

Túristi óskaði eftir upplýsingum frá flokkunum fimm, sem eiga fulltrúa í stjórn og varastjórn Isavia, um hvernig staðið var að vali á frambjóðendum. Í svari Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi, eins og vera ber, tilnefnt karl og konu í stjórn Isavia en það hafi síðan verið ráðherra sem ákvað hvort þeirra hann gerði að aðalmanni og varamanni. Niðurstaða fjármálaráðherra var að velja Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur í aðalstjórn en til vara er Reynir Þór Guðmundsson. Gunnar Bragi segir að í vali flokksins hafi verið horft til þess að viðkomandi hefði bæði eða annað hvort þekkingu á flugmálum og/eða rekstri og reiðubúin að fylgja eftir stefnu Miðflokksins er kemur að flugmálum. „Isavia er opinbert fyrirtæki og sem slíkt tekur pólitískar ákvarðanir varðandi fjárfestingar, stefnu o.þ.h. Því er eðlilegt að í stjórn séu pólitískir fulltrúar,” segir í svari Gunnars Braga. Þess má geta að varamaður Miðflokksins, Reynir Þór, á fyrirtæki sem er í flugrekstri á Reykjavíkurflugvelli. Aðspurður um hvort það skapi hættu á hagsmunaárekstrum þá segir Gunnar Bragi að um vanhæfi gildi almennar reglur og hann geri ráð fyrir að stjórn Isavia muni fjalla um það.

Tók Evu Pandoru fram yfir Hreiðar

Í svari þingflokks Pírata segir að óskað hafi verið eftir tilnefningum og umsóknum innan hreyfingarinnar í þær stjórnir, nefndir og ráð sem skipa þurfti fulltrúa í. „Við mat á hæfi er almennt litið til þekkingar og reynslu eftir því sem við á, sem og hversu vel sá fulltrúi er í stakk búinn til að starfa samkvæmt gildum og stefnu Pírata.” Niðurstaðan var sú að Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur, sem starfar hjá Fiskistofu var tilnefndur sem aðalmaður en Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og fyrrum þingmaður Pírata, til vara. Bjarni Benediktsson, snéri þessari forgangsröðun við því hann skipaði Evu Pandoru í aðalstjórnina.

Með þeirri ákvörðun og valinu á Nönnu Margréti frá Miðflokki má segja að Bjarni hafi gert það mögulegt, með tilliti til kynjahlutfalla, að velja karlana þrjá sem voru aðalframbjóðendur stjórnarflokkana. En þingflokkur Vinstri grænna telfdi fram Valdimari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins á Húsavík og fyrrum aðstoðarmanni Steingríms J. Sigfússonar, sem aðalframbjóðanda samkvæmt svari Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns. Framkvæmdastjóri VG, Björg Eva Erlendsdóttir, er varamaður.

Aðstoðarkona samgönguráðherra til vara

Jafnframt varð fjármálaráðherra við ósk Framsóknarflokksins um að Matthías Imsland, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra flokksins, yrði áfram aðalstjórn og Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarkona samgönguráðherra, í varastjórn. „Valið snýst um að velja einstaklinga sem hafa reynslu og þekkingu á rekstri. Það hafa þessir einstaklingar,” segir í svari Þórunnar Egilsdóttir, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Ekkert svar frá Sjálfstæðismönnum

Túristi óskaði jafnframt eftir svörum frá Sigurpáli Ingimundarsyni, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki orðið við því en þess má geta að Sigurpáll er sonur Ingimundar Sigurpálssonar, stjórnarformanns Isavia. Fastlega má gera ráð fyrir að Ingimundur, sitjandi stjórnarformaður Isavia, hafi verið aðalframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins og Sigrún Traustadóttir hafi verið varamaður.

Þess má geta að í kjölfar fréttar Túrista á laugardag um hið pólitíska val í stjórn Isavia þá var óskað eftir viðbrögðum frá fjármálaráðherra og Ingimundi Sigurpálssyni, stjórnarformanni. Þau hafa ekki ennþá borist.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …