Samfélagsmiðlar

Valdi konur frá minnihlutanum til að jafna kynjahlutföllin

Fjármálaráðherra snéri við forgangsröðun Pírata í stjórn Isavia og tryggði þannig karlframbjóðendum stjórnarflokkana sín sæti.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fer með hlut ríkissins í Isavia.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, skipaði nýja stjórn Isavia á ársfundi ríkisfyrirtækisins í lok síðustu viku. Venju samkvæmt eru allir fimm stjórnarmeðlimirnir skipaðir pólitískt en þess háttar tíðkast ekki hjá ríkisfyrirtækjunum sem reka flugvellina í nágrannalöndunum.

Túristi óskaði eftir upplýsingum frá flokkunum fimm, sem eiga fulltrúa í stjórn og varastjórn Isavia, um hvernig staðið var að vali á frambjóðendum. Í svari Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi, eins og vera ber, tilnefnt karl og konu í stjórn Isavia en það hafi síðan verið ráðherra sem ákvað hvort þeirra hann gerði að aðalmanni og varamanni. Niðurstaða fjármálaráðherra var að velja Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur í aðalstjórn en til vara er Reynir Þór Guðmundsson. Gunnar Bragi segir að í vali flokksins hafi verið horft til þess að viðkomandi hefði bæði eða annað hvort þekkingu á flugmálum og/eða rekstri og reiðubúin að fylgja eftir stefnu Miðflokksins er kemur að flugmálum. „Isavia er opinbert fyrirtæki og sem slíkt tekur pólitískar ákvarðanir varðandi fjárfestingar, stefnu o.þ.h. Því er eðlilegt að í stjórn séu pólitískir fulltrúar,” segir í svari Gunnars Braga. Þess má geta að varamaður Miðflokksins, Reynir Þór, á fyrirtæki sem er í flugrekstri á Reykjavíkurflugvelli. Aðspurður um hvort það skapi hættu á hagsmunaárekstrum þá segir Gunnar Bragi að um vanhæfi gildi almennar reglur og hann geri ráð fyrir að stjórn Isavia muni fjalla um það.

Tók Evu Pandoru fram yfir Hreiðar

Í svari þingflokks Pírata segir að óskað hafi verið eftir tilnefningum og umsóknum innan hreyfingarinnar í þær stjórnir, nefndir og ráð sem skipa þurfti fulltrúa í. „Við mat á hæfi er almennt litið til þekkingar og reynslu eftir því sem við á, sem og hversu vel sá fulltrúi er í stakk búinn til að starfa samkvæmt gildum og stefnu Pírata.” Niðurstaðan var sú að Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur, sem starfar hjá Fiskistofu var tilnefndur sem aðalmaður en Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og fyrrum þingmaður Pírata, til vara. Bjarni Benediktsson, snéri þessari forgangsröðun við því hann skipaði Evu Pandoru í aðalstjórnina.

Með þeirri ákvörðun og valinu á Nönnu Margréti frá Miðflokki má segja að Bjarni hafi gert það mögulegt, með tilliti til kynjahlutfalla, að velja karlana þrjá sem voru aðalframbjóðendur stjórnarflokkana. En þingflokkur Vinstri grænna telfdi fram Valdimari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins á Húsavík og fyrrum aðstoðarmanni Steingríms J. Sigfússonar, sem aðalframbjóðanda samkvæmt svari Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns. Framkvæmdastjóri VG, Björg Eva Erlendsdóttir, er varamaður.

Aðstoðarkona samgönguráðherra til vara

Jafnframt varð fjármálaráðherra við ósk Framsóknarflokksins um að Matthías Imsland, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra flokksins, yrði áfram aðalstjórn og Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarkona samgönguráðherra, í varastjórn. „Valið snýst um að velja einstaklinga sem hafa reynslu og þekkingu á rekstri. Það hafa þessir einstaklingar,” segir í svari Þórunnar Egilsdóttir, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Ekkert svar frá Sjálfstæðismönnum

Túristi óskaði jafnframt eftir svörum frá Sigurpáli Ingimundarsyni, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki orðið við því en þess má geta að Sigurpáll er sonur Ingimundar Sigurpálssonar, stjórnarformanns Isavia. Fastlega má gera ráð fyrir að Ingimundur, sitjandi stjórnarformaður Isavia, hafi verið aðalframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins og Sigrún Traustadóttir hafi verið varamaður.

Þess má geta að í kjölfar fréttar Túrista á laugardag um hið pólitíska val í stjórn Isavia þá var óskað eftir viðbrögðum frá fjármálaráðherra og Ingimundi Sigurpálssyni, stjórnarformanni. Þau hafa ekki ennþá borist.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …